Grótta/KR – Haukar

Í gær varð annar tapleikur okkar í Úrvalsdeildinni staðreynd þegar við sóttum Gróttu/KR heim og endaði hann 25-24. Mest allan leikinn áttum við í miklu basli og var Birkir Ívar að vanda okkar besti maður og virðist hann vera í hörkuformi. Miðað við spilamennsku okkar hefðum við vel getað tapað þessum leik mun stærra en litlu munaði þó að við næðum að sigra því þegar nokkrar mínútur voru eftir vorum við yfir og hefði Ásgeir getað tryggt okkur sigurinn en var afar óheppinn eins og svo oft áður í leiknum og skaut í stöngina. Ekki var Ásgeir sá eini sem óheppinn var, því fleiri náðu að hamra tréverkið í leiknum og einnig lentum við í þeirri „óheppni“ að fá 7 brottvísanir gegn 2 heimamanna.

GróttaKR-Haukar

Þeir sem ekki komast á leikinn GróttaKR-Haukar á Nesinu í kvöld, geta hlustað á beina lýsingu á Útvarpi Sögu fm 94,3.

GróttaKR-Haukar

Stelpurnar léku sinn síðasta leik í deildinni við GróttuKR á Nesinu í gær. Þær héldu sigurgöngunni áfram og unnu örugglega 20-28. Staðan í hálfleik var 8-15. Það var sama hver kom inná, þær höfðu yfirhöndina allan leikinn og úrslitin aldrei í hættu.
Nú er komið að úrslitakeppninni og sjálfsögðu ætla stelpurnar að halda sínu striki þar og fara alla leið.