Hafnarfjarðarslagur í Grill 66 deild karla

Það verður sannkallaður stórleikur í Grill 66 deild karla í kvöld þegar að ungu strákarnir okkur halda í Kaplakrika og etja þar kappi við FH U í Hafnarfjarðarslag. Leikurinn hefst kl. 20:00 en ungu strákarnir eru í hörku toppbaráttu í deildinni og eru þeir í 2. sæti fyrir umferðina með 19 stig úr 14 leikjum. Það má lítið útaf bregða hjá strákunum því að það er stutt á milli liða í deildinni og því hörð barátta um öll stig. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna í Kaplakrika í kvöld og styðja strákana til sigurs. Áfram Haukar!