Tvíhöfði í Schenkerhöllinni á laugardaginn

Það verður mikið um að vera í Schenkerhöllinni laugardaginn 16. mars. Þá bjóða Haukar upp á tvíhöfða á Ásvöllum þegar að leikið verður í Olísdeild kvenna og Olísdeild karla. Stelpurnar eiga fyrri leikinn en þær mæta Val kl. 16:00 en um toppslag er að ræða. Strákarnir mæta svo ÍR í hörkuleik kl. 18:00 en strákarnir eru á toppi deildarinnar og í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn. Boðið verður upp á handboltaþrautir fyrir krakkana milli leikjanna. Hamborgartilboðin verða einnig á sínum stað. Það er því um að gera að fjölmenna á þessa leiki í rauðu og áfram Haukar!