Sara Björk hjálpaði sínu nýja félagi að komast í riðlakeppnina

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ólst upp hjá Haukum og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá félaginu, hjálpaði í gær Juventus að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Juventus tókst að leggja danska liðið HB Köge að velli, en það var Sara sem setti tóninn með góðu skallamarki snemma leiks. Hægt er að sjá myndband af […]

Þórir Jóhann kom að báðum mörkum Íslands

Haukamaðurinn Þórir Jóhann Helgason átti gríðarlega góðan landsleikjaglugga með A-landsliðinu í þessum mánuði. Hann kom að báðum mörkunum sem Ísland skoraði í verkefninu. Þórir, sem ólst upp á Ásvöllum og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Haukum, kom inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Venesúela í síðustu viku. Hann átti flotta innkomu og […]

Var landsleikur á Ásvöllum síðastliðinn laugardag?

Engu var líkara en að um stórviðburð væri að ræða á Ásvöllum sl. laugardagsmorgun þegar sá sem hér skrifar kom akandi að Íþróttamiðstöðinni, en öll bílastæði voru hér upptekinn. Nei, ástæðan var ekki landsleikur heldur var leikjaskóli barnanna í fullum gangi. Aldrei hefur annar eins fjöldi barna á aldrinum 2 til 5 ára verið skráður […]

Arnar Númi og Óliver Steinar léku með U19 landsliðinu

Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson, sem báðir eru uppaldir í Haukum, léku tvo leiki með U19 drengjalandsliðinu í síðustu viku. Liðið spilaði tvo æfingaleiki í Svíþjóð, gegn Noregi og síðan gegn heimamönnum. Strákarnir unnu stórkostlegan 3-1 sigur gegn Noregi síðasta miðvikudag þar sem Arnar Númi byrjaði, spilaði allan tímann og átti góða stoðsendingu […]

Kristín Fjóla og Milos Peric valin best á lokahófi knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar Hauka var haldið sl. laugardag og var góð mæting og frábær stemning þrátt fyrir vonbrigði á vellinum í sumar. Boðið var upp á framúrskarandi smárétti að hætti Sigþórs Marteinssonar og um veislustjórn sáu þeir Friðbert Bjarki og Jakob Jóhann sem þeim fórst einkar vel úr hendi.  Þá voru leikmenn meistaraflokka með skemmtiatriði auk […]

Framtíðin er björt!

Nú líður senn að lokum leiktíðar hjá knattspyrnudeild og deildin heldur sitt lokahóf á Ásvöllum á morgun, laugardag 17. september. Við hefðum vissulega viljað að gengi meistaraflokka félagsins hefði verið betra í sumar en raun ber vitni um. Við getum hins vegar glaðst yfir öflugu starfi yngri flokka og þá mun öflug uppbygging á svæðum […]

Lokahóf knattspyrnudeildar & Lokaleikir meistaraflokka

Meistaraflokkar Hauka í knattspyrnu leika lokaleiki sína þetta tímabilið á morgun, föstudag, og á laugardag. Þrátt fyrir að árangurinn hafi verið töluvert undir væntingum ætlum við Hauka fólk að hittast á Ásvöllum á laugardagskvöldið í lokahófi meistaraflokka; efla andann og þétta raðirnar! Miðasala fyrir lokahófið er á Ásvöllum og hvetjum við stuðningsfólk til að tryggja […]

Haukar TV: Handboltaspjall

Við ætlum að auka umfjöllun á HaukarTV í vetur og birta viðtöl og þætti reglulega undir stjórn Jens. Fyrsta spjallið var við meistaraflokksþjálfarana þá Ragga og Rúnar sem og nýju erlendu leikmennina okkar..

Fyrsti leikur tímabilsins og nýjir leikmenn mfl. kk

Þá er komið að því, fyrsti leikur meistaraflokks karla í Olís-deildinni er á Ásvöllum í kvöld! Það eru KA-menn sem koma í heimsókn á má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi tvö sterku lið mætast. Leikmannahópurinn hefur stækkað en tveir leikmenn hafa gengið til liðs Hauka síðustu daga. Það eru þeir Andri Már […]

Gervigrasvöllur og búningsklefar.

Hjá stóru og öflugu íþróttafélagi er jafnan í mörg horn að líta og í sumar hefur svo sannarlega verið í nógu að snúast. Nýtt gervigras. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að leggja nýtt gervigras á keppnis- og æfingavöll félagsins. Það voru starfsmenn fyrirtækisins Metatron sem sáu um lagningu gervigrassins og nú er þeirri vinnu […]