Fyrsti leikur tímabilsins og nýjir leikmenn mfl. kk

Þá er komið að því, fyrsti leikur meistaraflokks karla í Olís-deildinni er á Ásvöllum í kvöld! Það eru KA-menn sem koma í heimsókn á má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi tvö sterku lið mætast.

Leikmannahópurinn hefur stækkað en tveir leikmenn hafa gengið til liðs Hauka síðustu daga. Það eru þeir Andri Már Rúnarsson og Matas Pranckevicius.

Matas kemur frá Litáheska liðinu Vilnius VHC Sviesa. Þar var hann samherji fyrrum markmanns Hauka, Gidrus Morkunas.
Matas er 24 ára gamall og hefur verið í markvarðateymi Litháeska landsliðsins.

Andri er 20 ára og leikur bæði sem miðjumaður og skytta. Andri gekk til liðs við Stuttgart fyrir síðastliðna leiktíð, þar sem hann hefur fengið dýrmæta reynslu sem getur nýst honum og Haukaliðinu í komandi baráttu.
Andri hefur verið í öllum yngri landsliðum Íslands og lék til að mynda stórt hlutverk með U-20 ára liðinu á EM í Portúgal í sumar.

Leikurinn í kvöld er kl. 19:30 og vonumst við til að sjá fólkið okkar fjölmenna á Ásvelli. Fyrir þá sem komast ekki, þá er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.
ÁFRAM HAUKAR