Kristófer Jónsson til Vals

Hinn ungi og efnilegi Kristófer Jónsson, fæddur 2003, hefur gengið til liðs við Vals. Kristófer, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, var lykil leikmaður í liði Hauka á síðasta tímabili þrátt fyrir ungan aldur og spilaði 20 leiki í deild og skoraði fjögur mörk. Þá á Kristófer að baki 10 leiki fyrir U17 og U16 ára landslið […]

Leikjaskóli barnanna er enn lokaður vegna sóttvarnarreglna.

Með vísan til gildandi sóttvarnarreglna er ekki unnt að hefja starfsemi leikjaskólans  næstkomandi laugardag þar sem foreldrum og forráðamönnum barna er óheimilt að fylgja börnum sínum á æfingar. Frekari upplýsingar munu liggja fyrir þann 3. desember nk,, en þá mun sóttvarnarlæknir leggja fram nýjar reglur um sóttvarnir.

Erla Sól endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Erla Sól Vigfúsdóttir, fædd árið 2003, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til ársins 2023. Erla, sem spilar jafnan sem miðjumaður eða varnarmaður, á að baki 22 leiki með meistaraflokki kvenna í deild og bikar en hún er hluti af ungum og efnilegum leikmannahópi sem hefur verið að spila með meistaraflokki […]

Æfingar grunn- og leikskólabarna hefjast á nýjan leik þann 18.11.

Æfingar barna á grunn- og leikskólaaldri hefjast að nýju miðvikudaginn 18.11. Æfingatöflur deilda eru að mestu óbreyttar en í þeim tilvikum sem breytingar hafa orðið er búið að upplýsa iðkendur og forráðamenn um breytingarnar. Haukar hafa brýnt það fyrir þjálfurum og öðru starfsfólki að fylgja sóttvarnarreglum í hvívetna og biðjum við iðkendur og forráðamenn þeirra […]

Andlátsfrétt

Fallinn er í valinn góður og traustur félagi, Gunnar Örn Guðsveinsson, eftir stutt veikindi. Gunni var einn af „strákunum hans Guðsveins“ sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Hann átti sæti í fyrstu stjórn handknattleiksdeildar félagsins 1958 og varð m.a. Íslandsmeistari í 3. fl. karla og var í sigurliði meistaraflokks Hauka 1964 þegar það […]

Berghildur endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Berghildur Björt Egilsdóttir, fædd árið 2003, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til ársins 2023. Berghildur, sem spilar jafnan sem varnarmaður, á að baki 8 leiki með meistaraflokki kvenna í deild og bikar en hún er hluti af ungum og efnilegum leikmannahópi sem hefur verið að spila með meistaraflokki kvenna síðustu […]

Hlynur Örn Hlöðversson í Hauka

Hlynur Örn Hlöðversson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið til næstu tvö árin. Stjórn deildarinnar býður hann innilega velkominn í félagið. Hlynur Örn er 24 ára gamall markmaður og er ættaður frá Siglufirði. Hlynur spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með KF og á 90 leiki í öllum deildum. Hlynur hefur […]

Drodzy kibice Hauka

Wszystkie zajęcia sportowe w Haukur zostały odwołane od 31 października do 17 listopada . W nawiązaniu do poniższych zaleceń Epidemiologa oraz rozporządzeniem Ministra Zdrowia .