2 Haukamenn í A landsliði karla – Orri Freyr með sinn fyrsta leik

Þrátt fyrir íþróttabann létti handboltalandslið karla okkur lundina í gær þegar þeir léku gegn Litháen í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöll. Til þess að gera langa sögu stutta þá má segja það að leikurinn hafi verið eign Íslands frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var 19-10 Íslandi í vil sem endaði svo á að vinna leikinn 36-20.

 
Björgvin Páll spilaði fyrri hálfleikinn og varð 5 skot. Orri Freyr sem spilaði sinn fyrsta A landsliðsleik fékk að spreyta sig síðustu 10 mínútur leiksins og skoraði 1 mark úr sínu fyrsta skoti. Uppaldi Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason lék einning með landsliðinu í þessum leik.

Haukar óska strákunum til hamingju með sigurinn og Orra til hamingju með fyrsta leikinn.