Birgir Magnús og Fannar Óli framlengja við knattspyrnudeild Hauka

Birgir Magnús Birgisson hefur framlengt samningi sínum við félagið en hann er uppalinn hjá Haukum og á að baki 125 leiki í öllum keppnum fyrir Hauka og hefur skorað þrjú mörk.

Birgir eða Biggi er flestum Haukamönnum kunnugur en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2013, þá aðeins 16 ára gamall.
Birgir Magnús er einn af máttarstólpum liðsins og reynslumesti leikmaðurinn í liðinu.

Þá hefur Fannar Óli Friðleifsson framlengt samningi sínum við félagið næstu tvö árin.
Fannar Óli er 22 ára varnarmaður og er uppalinn í Haukum. Fannar Óli steig sín fyrstu skref í meistaraflokki 2018 og hefur spilað með Álftanesi og ÍH ásamt því að hafa leikið með KÁ á láni frá Haukum árið 2019.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Bigga og Fannar Óla og bindum miklar vonir við þá á komandi tímabili.

Áfram Haukar

Birgir Magnús

Birgir Magnús. Ljósmynd Hulda Margrét

Fannar Óli

Fannar Óli. Ljósmynd: Hulda Margrét

Þórarinn og Birgir Magnús

Þórarinn Jónas og Birgir Magnús. Ljósmynd: Hulda Margrét

Fannar og Igor

Fannar Óli og Igor Bjarni. Ljósmynd Hulda Margrét