Erla Sól endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Erla Sól Vigfúsdóttir, fædd árið 2003, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til ársins 2023.

Erla, sem spilar jafnan sem miðjumaður eða varnarmaður, á að baki 22 leiki með meistaraflokki kvenna í deild og bikar en hún er hluti af ungum og efnilegum leikmannahópi sem hefur verið að spila með meistaraflokki kvenna síðustu tvö keppnistímabil. Þá á Erla að baki fimm leiki með U17 og U16 landsliðum Íslands.

Stjórn knattspyrnudeildar fagnar nýjum samningi við Erlu Sól enda bindum við miklar vonir við hana á komandi árum.

Erla Sól Vigfúsdóttir