Hlynur Örn Hlöðversson í Hauka

Hlynur Örn Hlöðversson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið til næstu tvö árin. Stjórn deildarinnar býður hann innilega velkominn í félagið.

Hlynur Örn er 24 ára gamall markmaður og er ættaður frá Siglufirði. Hlynur spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með KF og á 90 leiki í öllum deildum. Hlynur hefur spilað með liðum eins og Breiðablik, Fram, Fjölni og Grindavík. Á yfir 11 leiki með yngri landsliðum Íslands og síðast  partur af U-21 árs landsliðinu árið 2018.

Hlynur Örn spilaði lítið sem ekkert síðasta sumar þar sem Hlynur tók sér 1 árs pásu til að ná sér af meiðslum en er fullur tilhlökkunar á að byrja aftur í fótboltanum.

Hlynur hefur gríðarlegan metnað og getur ekki beðið eftir því að byrja aftur í fótboltanum. Haukar binda miklar vonir við þennan stóra og sterka markmann og býður hann velkominn í félagið.

Hlynur Örn Hlöðversson

Hlynur Örn Hlöðversson – Ljósmynd: Hulda Margrét

 

Igor og Hlynur

Igor Bjarni Þjálfari og Hlynur Örn – Ljósmynd: Hulda Margrét