Stórleikur í Olísdeildinn í kvöld

Loksins er þessi langa pása búin og komið að næsta leik hjá meistaraflokki karla og það er enginn smá leikur þegar Eyjamenn koma í heimsókn á Ásvelli í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Ásvöllum og er Haukafólk hvatt til að fjölmenna og er um að gera að taka kvöldmatinn á Ásvöllum þar sem að […]

Breki Gylfason snýr aftur til Hauka

Framherjinn efnilegi Breki Gylfason er snúinn aftur á fjalir Ásvalla og mun taka slaginn með Haukum í Domino’s deild karla næstu tvö árin. Breki lék síðast með liðinu tímabilið 2017-2018 og var partur af Deildarmeistaraliði Hauka. Þá hefur hann verið í leikmannahópi A- landsliðs Íslands og lék með liðinu á síðustu Smáþjóðaleikum. Breki varði síðasta […]

Haukakrakkar á landsliðsæfingum

Það verður mikið um að vera um helgina hjá nokkrum Haukastrákum en þá fara fram landsliðsæfingar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. Öll yngri landslið Íslands karlamegin æfa um komandi helgi og í U-18 ára landsliðinu eru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Magnús Gunnar Karlsson. Í U-16 ára landsliðinu eru […]

Afturelding kemur í heimsókn

Það er komið að næsta leik hjá stelpunum okkar. Þær unnu flottan sigur í Eyjum um síðustu helgi og eru staðráðnar í því að fylgja þeim leik eftir með góðri frammistöðu á móti Aftureldingu. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna á laugardaginn kl. 16:00 á Ásvelli til að hvetja stelpurnar […]

Igor Bjarni Kostic tekur við meistaraflokki karla og leiðir afreksþjálfun

Knattspyrnudeild Hauka og Igor Bjarni Kostic hafa skrifað undir samning þess efnis að Igor taki við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun leiða afreksþjálfun innan deildarinnar og byggja upp knattspyrnuakademíu Hauka, bæði karla og kvenna, í samstarfi við aðra þjálfara deildarinnar. Um er að ræða fimm ára samning og bindur stjórn knattspyrnudeildar Hauka […]

Jakob Leó og Guðrún Jóna semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur endurnýjað samninga við Jakob Leó Bjarnason og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur um þjálfun á meistaraflokki kvenna. Jakob Leó er aðalþjálfari liðsins en hann tók við liðinu í september 2017 ásamt Guðrúnu Jónu. Tímabilið 2018 hafnaði liðið í 5. sæti Inkasso deildarinnar en í 4. sæti í ár. Guðrún Jóna mun einnig vera aðalþjálfari […]

Vandað Haukateppi úr 100% ull komið í sölu!

Knattspyrnudeild Hauka hefur hafið sölu á afar vönduðu Haukateppi úr 100% ull þar sem ágóðinn rennur í barna- og unglingastarf deildarinnar. Frábært til að vera með á leikjum Hin eina sanna jólagjöf Panta þarf fyrir 31. október nk. Til að panta teppið þarf að greiða inn á reikning: 0140-26-016626 kt. 700387-2839 og senda kvittun á […]

 2svar sinnum 13 réttir !

Mikil gleði ríkir nú í hópi getraunaspekinga félagsins eftir síðustu umferð. Stóri hópurinn var með 13 rétta og hópur í liðakeppni einnig með 13 rétta. Mikil og góð stemming er á laugardögum í getraunasalnum og eru nýir félagar velkomnir.

„Góða veislu gjöra skal“

Hrossakjötsveislan margrómaða verður haldin föstudaginn 18. október og hefst kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19. Í boði er saltað hrossakjöt af bestu gerð. Ræðumaður kvöldsins verður Ingvar Viktorsson frv. bæjarstjóri. Miðasala og borðapantanir í síma 525 8700 eða bhg@haukar.is Takmarkað sætaframboð. Miðaverð kr. 4000.-