Breki Gylfason snýr aftur til Hauka

Framherjinn Breki Gylfason er snúinn aftur til Hauka.

Framherjinn efnilegi Breki Gylfason er snúinn aftur á fjalir Ásvalla og mun taka slaginn með Haukum í Domino’s deild karla næstu tvö árin.

Breki lék síðast með liðinu tímabilið 2017-2018 og var partur af Deildarmeistaraliði Hauka. Þá hefur hann verið í leikmannahópi A- landsliðs Íslands og lék með liðinu á síðustu Smáþjóðaleikum.

Breki varði síðasta tímabili í Bandaríkjunum þar sam hann var við nám við Appalachian State University en vegna breytinga hjá liði skólans ákvað hann að snúa heim og taka slaginn með Haukaliðinu.

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill styrkur liggur í því að fá Breka aftur til liðsins og eru Haukar nú orðnir gríðarlega vænlegir til árangurs.