Berglind Þrastardóttir skrifar undir samning við knattspyrnudeildina

Berglind Þrastardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka en hún er ein af lykil leikmönnum í afar efnilegu liði 3. flokks sem komst í fjögurra liða úrslit Íslandsmótsins og hafnaði í öðru sæti í bikarkeppni KSÍ.

Berglind, sem fædd er árið 2004, spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki í sumar í Inkasso deildinni er hún kom inn á í sigurleik gegn Augnablik.

Berglind tók í sumar þátt í fjögurra landa æfingamóti í Víetnam með U15 ára landsliðinu þar  sem Ísland gerði sér lítið fyrir og sigraði.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Berglindi til hamingju með samninginn og bindur mikla vonir við hana í framtíðinni.

Helga Helgadóttir, yfirþjálfari kvenna og annar þjálfari 3. flokks kvenna, og Berglind Þrastardóttir.