Síðasti deildarleikur í Dominos deild karla í kvöld er Stjarnan kemur í heimsókn

Síðasta umferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og verður það jafnframt síðasti leikur Hauka á þessu tímabilinu. Bikarmeistarar Stjörnunna mæta á Ásvelli og geta þeir tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Haukarnir eru staðráðnir í því að sýna sitt rétta andlit og mæta ákveðnir til leiks og ætla að leggja allt í […]

Kristófer valinn í UEFA Development U16 – Fjöldi leikmanna úr Haukum í KSÍ úrtökum

Kristófer Jónsson hefur verið valinn til keppni í UEFA Development sem fram fer í Króatíu 2.-7. apríl 2019. Davíð Snorri Jónasson er landsliðsþjálfari U16 karla. Þá voru þær Berglind Þrastardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Dilja Halldórsdóttir valdar til úrtaksæfinga hjá U15 dagana 22. – 24. mars 2019. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 kvenna. Arnar […]

ÍBÚÐIR Á ÁSVÖLLUM

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar  sl. miðvikudag var samþykkt tillaga um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Tillagan fjallar um breytta landnotkun á íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum. Heimilt verður að byggja íbúðir á tilgreindu svæði sem áður var skilgreint sem íþróttasvæði. Gert er ráð fyrir að afrakstur framkvæmdanna renni til uppbyggingar íþróttasvæðisins, þ.m.t. byggingu knatthúss. Tillagan fer nú […]

1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Lengjubikar karla

1-1 jafntefli var niðurstaðan í kvöld í leik Hauka og Breiðabliks í Lengjubikar karla. Ásgeir Þór Ingólfsson með mark okkar stráka úr víti undir lok fyrri hálfleiks. Næsti og jafnframt síðasti leikur strákanna í Lengjubikarnum verður gegn Víking R. nk. laugardag, 16. mars, á Ásvöllum klukkan 16.00. Nánar um leik á Hauka og Breiðabliks á […]

Haukar með 0-3 sigur á ÍR í Lengjubikar kvenna

Haukar unnu 0-3 sigur á ÍR í Lengjubikar kvenna í kvöld en leikið var í Egilshöll. Bæði liðin spila í Inkasso deildinni í sumar. Okkar stelpur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og áttu fjöldann allan af færum en inn vildi boltinn ekki. Það var svo á 41. mínútu að Aníta Björk Axelsdóttir skoraði af stuttu […]

Fjörugur nágrannaslagur & Vel heppnað Pub Quiz

Haukar og FH mættust í Lengjubikar karla í gærkvöldi en leikið var Ásvöllum. Nágrannar okkar norðan megin við læk fóru með sigur af hólmi – lokatölur 1-3. Steven Lennon kom FH í 1-0 á 18. mínútu úr vítaspyrnu sem mörgum fannst ansi harður dómur, sérstaklega okkur í Haukum þar sem fremur virtist um árekstur leikmanna […]

Stórleikur á Ásvöllum í Dominos deild karla í kvöld.

Sannkallaður stórleikur verður á Ásvöllum fimmtudaginn 7. mars er Grindvíkingar mæta í heimsókn á Ásvelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og gæti skorið úr um hvort liðið kemst í úrslitakeppnina en liðin eru jöfn að stigum í 7-9 sæti ásamt ÍR með 8 sigra og 11 töp er einungis 3 umferðir […]