Haukar með 0-3 sigur á ÍR í Lengjubikar kvenna

Haukar unnu 0-3 sigur á ÍR í Lengjubikar kvenna í kvöld en leikið var í Egilshöll. Bæði liðin spila í Inkasso deildinni í sumar.

Okkar stelpur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og áttu fjöldann allan af færum en inn vildi boltinn ekki. Það var svo á 41. mínútu að Aníta Björk Axelsdóttir skoraði af stuttu færi eftir barning í teignum. Staðan á hálfleik, 0-1.

Seinni hálfleikur var að mörgu leyti betur spilaður af okkar stelpum en sá fyrri. Við áttum fjöldann allan af marktækifærum en það var ekki fyrr en á 79. mínútu er Sierra Marie Lelii skoraði eftir glæsilegan undirbúning og kom okkar stelpum í 0-2.

Helga Magnea Gestsdóttir var svo á ferðinni á 88. mínútu leiksins og skoraði þriðja markið með hælnum af stuttu færi – vel gert.

Næsti leikur stelpnanna verður gegn Leikni fimmtudaginn 14. mars á Leiknisvellinum og hefst klukkan 19:00.

Áfram Haukar!

Sierra Marie Lelii

 

Helga Magnea Gestsdóttir

 

Aníta Björk Axelsdóttir