Kristófer valinn í UEFA Development U16 – Fjöldi leikmanna úr Haukum í KSÍ úrtökum

Kristófer Jónsson hefur verið valinn til keppni í UEFA Development sem fram fer í Króatíu 2.-7. apríl 2019. Davíð Snorri Jónasson er landsliðsþjálfari U16 karla.

Þá voru þær Berglind Þrastardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Dilja Halldórsdóttir valdar til úrtaksæfinga hjá U15 dagana 22. – 24. mars 2019. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 kvenna.

Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson hafa svo verið valdir á U15 úrtaksæfingar dagana 22. – 24. mars 2019. Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 karla.

Knattspynudeild Hauka óska fyrrgreindum iðkendum innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis í komandi verkefnum.

Áfram Haukar!

Kristófer Jónsson