Meistaraflokkur kvenna með 4 – 0 sigur á Gróttu í Faxanum – Hildigunnur með þrennu

Meistaraflokkur kvenna sigraði í kvöld lið Gróttu 4-0 í Faxaflóamótinu en leikið var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Staðan í hálfleik var markalaus en á 2. mínútu seinni hálfleiks kom Hildigunnur Ólafsdóttur okkar stúlkum yfir eftir góða sendingu frá Heiðu Rakel Guðmunsdóttur.  Hildigunnur var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hún skoraði með glæsilegu […]

Telma og Valdís semja við knattspyrnudeild Hauka

Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir og varnarmaðurinn Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir hafa undirritað lánssamning við Hauka og munu spila með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í sumar. Báðar koma frá Breiðablik. Telma sem er á 19. aldursári á að baki 25 leiki með meistaraflokkum Fjarðabyggðar og Grindavíkur, auk 22 leikja með U17 og U19 landsliðum Íslands.  Telma er […]

Strákarnir fara á Seltjarnarnesið

Það er spilað þétt þessa daganna hjá meistaraflokki karla í handbolta en á morgun, miðvikudag, halda þeir á Seltjarnarnesið og spila þar við Gróttu kl. 19:30 í Hertz-höllinni. Fyrir leikinn eru liðin á misjöfnum stað í deildinni en Haukar eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni á meðan Grótta er í harðri fallbaráttu þegar […]

Bikarinn í beinni

Verðlaunaafhending fór fram á laugardaginn í Bikarkeppni Haukagetrauna. Fjölmenni var á hátíðinni þar sem sigurvegarar keppninnar voru kynntir og verðlaun afhent. Á myndinni eru fyrirliðar EVERTON og LUNDA, Eiríkur Sigurðsson og Elías Atlason.

Stelpurnar halda í Garðabæinn

Á morgun, mándag, eiga stelpurnar í meistaraflokki í handbolta mikilvægan leik í toppbaráttunni þegar að liðið fer í Garðabæinn til þess að leika gegn Stjörnunni. Leikurinn verður leikinn í Mýrinni og hefst hann kl. 18:00. Þessi leikur er hluti af 19. umferð Olís deildar kvenna og eru Haukastelpurnar í hörkubaráttu um deildarmeistaratitilinn en fyrir umferðina […]

Þriðji leikur strákana í Lengjubikarnum á sunnudaginn

  Meistaraflokkur karla mætir Víkingi Ólafsvík í þriðja leik sínum í riðli 3 A-deildar Lengjubikars karla á sunnudaginn. Liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 3 stig eftir 2 leiki. Þar sem liðið sigraði Leikni Reykjavík í fyrstu umferðinni en beið lægri hlut gegn Stjörnunni í annari umferð. Leikið verður í Akraneshöllinni og […]

Bráðabani í Bikarnum

Bikarkeppni Getraunaleiksins lauk á laugardaginn með sigri EVERTON gegn LUNDA – 13:10 í bráðabana. 13 réttir hjá Everton sem er frábær árangur. Lundi kom hins vegar mest á óvart í keppninni með góðri spilamennsku. Verðlaunaafhending verður núna á laugardaginn í Stefánssal og hefst athöfnin  kl. 11. Léttar veitingar verða í boði mótstjórnar.  

Kári Jóns meiddist á æfingu með landsliðinu.

Kári Jóns landsliðsmaður úr röðum Hauka meiddist nokkuð illa á þumalfingri á æfingu með landsliðinu á miðvikudag og er kominn í gifs. Kári virðist hafa fengið högg þannig að átak hafi komið á sin sem hafi haft þær afleiðingar að flísast hafi úr beini á þumalfingrinum. Ljóst er að Kári muni missa af síðustu þrem […]