Strákarnir fara á Seltjarnarnesið

Það er spilað þétt þessa daganna hjá meistaraflokki karla í handbolta en á morgun, miðvikudag, halda þeir á Seltjarnarnesið og spila þar við Gróttu kl. 19:30 í Hertz-höllinni.

Fyrir leikinn eru liðin á misjöfnum stað í deildinni en Haukar eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni á meðan Grótta er í harðri fallbaráttu þegar að 3 leikir eru eftir af deildinni. Það má því búast við hörkuleik þar sem að bæði lið munu gefa allt í þetta en fyrri leik liðanna lauk með sigri Hauka 26 – 21 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 10-10.

Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að taka sér bíltúr á Seltjarnarnesið á miðvikudaginn kl. 19:30 og styðja strákanna í baráttunni á lokametrum Olís-deildar karla. Áfram Haukar!