Haukamenn mæta til leiks í bikarinn

Eftir góða frammistöðu í Íslandsmótinu og í EHF-bikanum það sem af er tímabili þá er komið að annari keppni hjá meistaraflokki karla í handboltanum, því á mogun, laugardag, kl. 16:30 í Schenkerhöllinni spilar liðið sinn fyrsta leik í bikarkeppninni þetta tímabilið. Í seinasta leik í deildinn tapaði liðið í fyrsta sinn í síðustu 10 leikjum […]

Elín Jóna valin í U20 ára landslið kvenna

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið valin í U20 ára landslið kvenna sem mun æfa hér á landi í lok desember. Elín Jóna hefur leikið mjög vel með Haukunum í vetur og á þetta sæti svo sannarlega skilið. Haukarnir óska Elín Jónu til hamingju með þennan áfanga!  

Haukar – Njarðvík föstudag kl. 19:15

Grænklæddir Njarðvíkingar koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld, föstudaginn 11. desember, og hefst leikurinn á slaginu kl. 19:15. Haukarnir hafa verið á ágætis skriði síðustu vikur og unnið síðustu tvo leiki í deildinni og svo einn í bikarnum. Nú er komið að Njarðvíkingum og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Haukarnir geta með […]

Dómaranámskeið í knattspyrnu

Haldið verður dómaranámskeið í knattspyrnu þriðjudaginn 15. desember kl. 17:30 og stendur það yfir í rúmar 2 klukkustundir. Námskeiðið er haldið á Ásvöllum og eru konur og karlar hvött til að mæta. Námskeiðið er grunnnámskeið fyrir þá sem aldrei hafa farið á slíkt námskeið áður. Þátttakendur taka svo stutt próf nokkrum dögum seinna til að […]

Hafnarfjarðarslagur í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur hjá meistaraflokki karla í handbolta í kvöld þegar nágrannar okkar úr FH koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld kl. 19:30. Fyrir leikinn eru FH-ingar í 8. sæti með 12 stig úr 15 leikjum á meðan Haukamenn eru sem fyrr í efsta sætinu nú með 26 stig úr 15 leikjum. Í […]

Vel sótt jólabingó Hauka

Jólabingó Hauka var haldið í gær, sunnudaginn 6 desember og var mjög vel sótt og ljóst að fólk er að taka vel í þessa fjölskylduskemmtun í aðventunni. Um 250 manns mættu í Schenkerhöllina til að spila bingó og var þétt setinn salurinn. Gaman var að sjá að fjölskyldur mættu vel, afar og ömmur með barnabörnin […]