Hafnarfjarðarslagur í kvöld

Haukar fagna einum af sínum sigrum í vetur. Mynd: Eva Björk

Það verður sannkallaður stórleikur hjá meistaraflokki karla í handbolta í kvöld þegar nágrannar okkar úr FH koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld kl. 19:30.

Fyrir leikinn eru FH-ingar í 8. sæti með 12 stig úr 15 leikjum á meðan Haukamenn eru sem fyrr í efsta sætinu nú með 26 stig úr 15 leikjum. Í seinustu umferð unnu FH-ingar mikilvægan sigur á ÍBV á meðan Haukar unnu þæginlegan sigur á ÍR en þar dugði það Haukum að leika að fullum krafti í 15 mínútur. Um er að ræða frestaðan leik úr 9. umferð vegna þátttöku Hauka í EHF-bikarnum og þess vegna hafa liðin ekki mættst áður í vetur.

Í svona Hafnarfjarðarslag skiptir staðan í töflunnu ekki neinu máli og er um að gera fyrir Haukafólk og Hafnfirðinga að fjölmenna og styðja liðin áfram en leikurinn er sem fyrr segir í kvöld kl. 19:30 í Schekerhöllinni. Áfram Haukar!