Haukar – Ármann í 16 liða úrslitum Powerade bikarsins kl. 16:00 í dag

Karií dag, laugardaginn 5. desember kl. 16:00, er leikur í 16 liða úrslitum Powerade bikarsins. Fyrstu deildar lið Ármanns mun mæta í Schenkerhöllina og etja kappi við úrvalsdeildarlið Hauka.

Haukar hafa verið á ágætu skriði í deildinni og sitja núna í 3-4 sæti í Dominos deildinni með 6 sigra og 3 töp og einungis einum leik frá fyrsta sætinu. Haukar unnu Grindavík heima á fimmtudaginn, nokkuð örugglega þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik. Strákarnir sýndu samt mátt sinn í fjórða leikhluta er þeir spiluðu hörku vörn og sóknin gekk vel. Nú er bara að vona að strákarnir komi einbeittir til leiks og vonandi að Kári Jónsson bjóði uppá fleiri tilþrif eins og hann gerði í síðasta leik er hann skoraði eina glæsilegust körfu sem sést hefur hér á landi, en tilþrifin má sjá á eftirfarandi myndbandi á visi.is: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP41485

Haukar unnu Snæfell á útivelli í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins með 44 stigum og ætla strákarnir að halda áfram að spila vel í þessari keppni og munu koma einbeittir til leiks.

Ármann situr í neðst sæti 1 deildar og er búið að tapa sex fyrstu leikjum sínum. Meðal leikmanna hjá þeim er einn „gamall“ Haukamaður sem átti stóran þátt í því að koma Haukum upp úr fystu deildinni fyrir þrem árum síðan, Elvar Steinn Traustason og eru Haukarnir staðráðnir í því að taka vel á móti gamla manninum í dag og bjóða hann velkominn heim.

Eins og áður er sagt hefst leikurinn kl. 16:00 og hvetjum við fólk til að koma og styðja við bakið á þeim.