Sala á körfuboltabúningum frá Errea, miðvikudaginn 2. des.

Söludagur á körfuboltabúningum fyrir iðkendur yngri flokka deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 2. desember á ganginum í Schenkerhöllinni. Til sölu verða körfuboltabúningar, íþróttapeysur, hettupeysur, æfingabuxur, joggingbuxur, húfur og vettlingar og margt fleira. Kjörið tækifæri til að kaupa jólagjöfina fyrir krakkana. Salan verður frá kl. 17:00 – 19:00 miðvikudaginn 2. desember.

Flott frammistaða í EHF bikarnum – Gróttumenn mæta í Schenkerhöllina í kvöld

Eftir flotta frammistöðu þrátt fyrir tap gegn Saint Raphael Handball í EHF bikarnum um helgina er komið að næsta verkefni meistaraflokks karla í handbolta þegar nýliðar Gróttu mæta í Schenkerhöllina í kvöld, fimmtudag kl. 19.30. Fyrst aðeins um leikinn á sunnudaginn en Haukamenn mættu grimmir til leiks og ætluðu að láta franska stórliðið hafa fyrir […]

Jólaspilakvöld hjá Öldungaráði

Á  morgun, miðvikudag, verður hið árlega Jólaspilakvöld hjá Öldungaráði Hauka. Margir glæsilegir spila – og happdrættisvinningar verða í boði  auk veisluborðs frá Kjötkompaníi. Hefst kl. 18:00. Félagar eru hvattir til að mæta.

Fjórar Haukastelpur í Ungverjalandi með landsliðinu

Íslenska A landsliðið í körfuknattleik er í Ungverjalandi að spila í undankeppni EM landsliða og spilar í kvöld á móti heimakonum. Fjórar Haukastelpur eru í 12 manna liðinu, en það eru Auður Íris Ólafsdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir og fyrirliði landsliðsins Helena Sverrisdóttir. Auk þess eru tvær aðrar uppaldar stelpur í Haukum í […]

Kræklingaveisla fyrir evrópuleikinn á sunnudaginn

Í tilefni heimsóknar Saint-Raphael frá Frönsku Ríveríunni í Frakklandi verður slegið upp kræklingsveislu á Ásvöllum fyrir leikinn á sunnudag. Saint-Raphael er eitt öflugasta handknattleikslið sem komið hefur til landsins undanfarin ár og ætti enginn áhugamaður um hanknattleik að láta leikinn fram hjá sér fara. Herlegheitin hefjast kl 16.30 í veislusalnum á Ásvöllum og hefst leikurinn […]

Flottur sigur í toppslagnum – Evrópuveisla á sunnudaginn

Það var sannkallaður toppslagur hjá meistaraflokki karla í handbolta í gær, fimmtudag, þegar Haukastrákarnir heimsóttu Frammara sem voru fyrir leikinn 2 stigum á eftir Haukamönnum en liðin voru í 1. og 3. sæti deildarinnar en fyrir leikinn voru Frammara taplausir í 7 leikjum í röð. Haukamenn byrjuðu leikinn af krafti og sýndu það að þér […]

Öruggur sigur á Akureyri – Toppslagur á morgun

Það er skammt stórra höggva á milli hjá meistaraflokki karla í handbolta þessa daganna. Eftir frábæran sigur á Val síðastliðinn föstudag mættu Akureyringar í Schenkerhöllina svo síðastliðinn mánudag. Það þarf þó ekki að eyða mörgum orðum í þann leik því Haukamenn sýndu það að þeir eru bara með betra lið en norðanmenn og komust strax […]

Haukar – Stjarnan í Dominos deild karla á miðvikudag

Á miðvikudag koma Stjörnumenn í heimsókn í Schenkerhöllina og munu etja kappi við sjóðaheita heimamenn í Dominos deildinni. Haukarnir hafa verið að spila gríðarlega vel síðustu leiki og hafa unnið síðustu þrjá leiki með um 120 stigum, Snæfell á útivelli með 44 stigum í bikarnum, FSU á heimavelli með 16 stigum, eftir að hafa náð […]

Gerfigrasið – takmörkuð opnun á morgun miðvikudag frá 15:00

Kæra Haukafólk, Nú er langþráð stund að renna upp. Verktakar eru að leggja lokahönd á frágang á nýjum og glæsilegum gerfigrasvelli Ásvöllum en við þurfum smá þolinmæði á síðustu metrunum. Nú er verið að ljúka við að setja undirlag í völlinn. Rétt er að taka fram að það undirlag uppfyllir allar öryggiskröfur.Þegar undirlagið er komið þá á bara […]