ÍBV-Haukar í beinni á netinu kl. 19:30 í kvöld

Það er sannkallaður toppslagur í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV og Haukar mætast. Okkar strákar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og mæta fullir sjálfstrausts til Eyja. Leikurinn verður í beinni útsendingu á IBVTV kl. 19:30. Hér er linkur á útsendinguna http://ibvsport.is/page/ibvtv Áfram Haukar

Nýtt knattspyrnugras á knattspyrnuvöll félagsins.

Í byrjun september var hafist handa við að skipta út knattspyrnugrasi á knattspyrnuvelli félagsins, en knattspyrnugrasið sem nú víkur fyrir nýju knattspyrnugrasi  var orðið ansi lúið, en er búið að þjóna félaginu vel frá því það var sett á völlinn árið 2005.  Nýja knattspyrnugrasið er framleitt í  Frakklandi og uppfyllir FIFA 2 Star staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins […]

Haukar – Grindavík í Dominos deild kvenna í kvöld kl. 19:15

Toppliðin, og einu taplausu liðin, í Dominos deild kvenna mætast í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni og má búast við hörku slag tveggja góðra liða. Haukar hafa unnið sína fyrstu þrjá leiki en allir þessir leikir hafa verið hörku leikir og hafa stelpurnar sýnt styrk sinn í fjórða leikhluta í öllum þessum leikjum. Í síðasta […]

Októberfest á Ásvöllum

Októberfest á Ásvöllum, í veislusalnum föstudaginn 30.október. *Húsið opnar kl. 20.00 – miðar seldir á staðnum* Miðaverð er 3000 kr og innifalið í því er matur. Húsið opnar kl. 22.30 fyrir aðra, og kostar þá 1500 kr. Hamborgarafabrikkan mun matreiða ljúffenga hamborgara fyrir gesti ásamt þvi að boðið verður uppá þýskar bjórpylsur frá Ali og […]

Spilakvöld öldungaráðs

Núna á miðvikudaginn, 28. okt.,  hefst annað spilakvöld Öldungaráðs í vetur. Fyrsta spilakvöldið í september tókst vel og var spilað á 10 borðum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og eiga saman góða stund. Klukkan 18 á miðvikudaginn – Góða skemmtun!

Haukar – KR í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15

Íslandsmeistararnir úr KR koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld og leika við heimamenn kl. 19:15 í kvöld. Haukarnir hafa verið að spila ágætlega og unnu fyrsta heimaleikinn á móti Snæfell nokkuð örugglega en lágu svo á útivelli á móti Keflavík í æsispennandi tvíframlengdum leik. Í þeim leik má segja að Haukar hafi hent frá […]

Haukar – Víkingur í kvöld kl. 19:30

Eftir flotta leiki um helgina í EHF bikarnum þá er komið að næsta verkefni Haukastráka í Olís deildinni í handabolta. Mótherjar dagsins eru Víkingar en þeir koma í heimsókn í Schenkerhöllina í fyrsta leik í 2. umferð deildarinnir. Liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins en þá unnu Haukar þæginlegan sigur 28 – 19. Víkingar standa […]