Nýtt knattspyrnugras á knattspyrnuvöll félagsins.

gervigrasÍ byrjun september var hafist handa við að skipta út knattspyrnugrasi á knattspyrnuvelli félagsins, en knattspyrnugrasið sem nú víkur fyrir nýju knattspyrnugrasi  var orðið ansi lúið, en er búið að þjóna félaginu vel frá því það var sett á völlinn árið 2005.  Nýja knattspyrnugrasið er framleitt í  Frakklandi og uppfyllir FIFA 2 Star staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins en það ber tegundarheitið  Fieldturf 360XL 42 14” og er með staðsteyptu 25 mm fjaðurlagi og grárri EDM gúmmí innfyllingu.

Mikil vinna fór í undirbúning fyrir þessa miklu framkvæmd, en nýtt snjóbræðslukerfi var sett undir grasið í stað gömlu snjóbræðslulagnanna sem voru frá árinu 1992.  Til gamans má geta þess að lagnirnar eru samtals um 34 km. að lengd.    Fjöldi góðra verktaka hefur komið að verkinu og þá hefur hópur sjálboðaliða staðið vaktina allan þennan tíma með miklum ágætum.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við völlinn verði lokið um miðjan nóvember næstkomandi.

Nýja knattspyrnugrasið, sem er af nýjustu kynslóð knattspyrnugrasa,  færir okkur að sjálfsögðu betri æfingar- og keppnisaðstöðu hér á Ásvöllum og skilar okkur enn betri fótboltaiðkendum í framtíðinni.