Haukar – Víkingur í kvöld kl. 19:30

Hauka fagna flottum sigri í EHF bikarnum um helgina

Hauka fagna flottum sigri í EHF bikarnum um helgina. Mynd: Eva Björk

Eftir flotta leiki um helgina í EHF bikarnum þá er komið að næsta verkefni Haukastráka í Olís deildinni í handabolta. Mótherjar dagsins eru Víkingar en þeir koma í heimsókn í Schenkerhöllina í fyrsta leik í 2. umferð deildarinnir.

Liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins en þá unnu Haukar þæginlegan sigur 28 – 19. Víkingar standa fyrir leikinn í neðsta sæti með aðeins 2 stig úr 9 leikjum á meðan Haukar eru í 3. sætinu með 12 stig úr 8 leikjum. Það má þó ekki rýna og mikið í stöðuna á liðunum því Víkingar hafa hægt og bítandi verið að bæta sinn leik og voru til að mynda óheppnir að tapa í síðasta leik fyrir toppliði Vals þar sem þeir voru yfir stóran  hluta leiksins. Það má því búast við flottum handboltaleik í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:30.Áfram Haukar!

ATH, að þeir sem ekki eiga heimangengt í kvöld geta horft á leikinn á haukartv.