Haukar eiga 3 fulltrúa í U-15 ára landsliði kvenna í handbolta

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 16 manna hóp sem mun fara til Skotlands helgina 14.-17. ágúst og taka þar þátt í æfingarmóti. 3 Haukastúlkur eru í hópnum en þær eru: Alexandra Jóhannsdóttir, Alexandra Líf Arnardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Við óskum þeim til hamingju með þennan árangur. […]

Haukar eiga 6 fulltrúa í lokhóp landsliðs U20 hjá KKÍ

Í gær voru valdir þeir 12 leikmenn sem skipa U20 ára lið Íslands 2015 hjá drengjum og stúlkum sem munu keppa á Norðurlandamótinu í júní og í Evrópukeppninni í júlí. Strákarnir munu keppa í Finnlandi en stelpurnar í Danmörku. Hjá strákunum voru valdnir Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson og hjá stúlkunum voru valdnar Lovísa […]

Sætur sigur Hauka gegn Fram

Haukar unnu afar sætan 2-1 sigur gegn Fram í kvöld á Ásvöllum í 1. deild karla í knattspyrnu með marki frá Björgvin Stefánssyni en seinna markið skrifast sem sjálfsmark en heiðurinn á bak við það á þó Darri Tryggvason sem kom inn á sem varamaður á 89 mínútu. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að […]

Haukar – Fram í Kvöld

Í kvöld  klukkan 19:15 taka strákarnir okkar á móti Fram í öðrum heimaleik sínum á tímabilinu. Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og styðja við bakið á strákunum. Bakkelsi er í boði fyrir Hauka í Horni í leikhlé. Áfram Haukar!

Vel heppnað Hvítasunnuhlaup Hauka

Mörg met voru slegin í Hvítasunnuhlaupinu á öðrum degi Hvítasunnu. Skráðir voru til keppni samtals 319 hlauparar. 239 í 17.5 km og 80 í 14 km. Þetta er fjölgun um nærri 100 hlaupara frá 2014 Nýtt met var slegið í 17.5 km hjá konum – Anna Berglind hljóp á 01:21:02 – bætti met Elísabetar Margeirsdóttur […]

Haukar mæta Fram á fimmtudaginn kl. 19:15

Það má búast við hörkuleik á Ásvöllum á fimmtudaginn þegar Haukar taka á móti Frömurum í 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15. Eftir þrjá leiki eru okkar menn með þrjú stig í níunda sæti; sigurleikur gegn Grindavík á heimavelli en tap gegn Víking Ólafsvík og KA á útivöllum. Framarar eru í […]

KA – Haukar – Bein textalýsing.

Klukkan 16 í dag mæta strákarnir okkar K.A. fyrir norðan. Þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu hjá þeim. Fyrsti leikurinn tapaðist á útivelli á móti Víking Ólafsvík en Haukar unnu Grindavík á heimavelli 1-0 í annari umferð. K.A. er spáð efsta sæti í deildinni og verður áhugavert að sjá hvernig okkar stórefnilegaliði  gengur gegn vel mönnuðu […]

Slástu í hópinn með okkur

Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst báðum kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni. Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka. Má segja að þetta framtak hafi hitt beint í mark. Bæði reyndist […]

Viltu þjálfa hjá metnaðarfullri knattspyrnudeild? Haukar leita að áhugasömum þjálfurum

Knattspyrnudeild Hauka leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er faglega góður, drífandi og með brennandi áhuga á að þjálfa börn og unglinga. Æskilegt er að þjálfari hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. […]

Norðulandamót yngri landsliða lokið – Kári valinn bestur

Norðurlandamót yngri landslið í körfu lauk í gær, en mótið var haldið í Svíþjóð. Haukar áttu fimm fulltrúa í þessum liðum sem öll stóðu sig með prýði en hæst bara árangur Kára Jónssonar en hann var vallinn besti leikmaður í sínum aldursflokki, U18 ára. Við Haukamenn erum ákaflega stollt af þessum flottu krökkum og óskum […]