Haukar eiga 6 fulltrúa í lokhóp landsliðs U20 hjá KKÍ

hsÍ gær voru valdir þeir 12 leikmenn sem skipa U20 ára lið Íslands 2015 hjá drengjum og stúlkum sem munu keppa á Norðurlandamótinu í júní og í Evrópukeppninni í júlí.

Strákarnir munu keppa í Finnlandi en stelpurnar í Danmörku.

Hjá strákunum voru valdnir Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson og hjá stúlkunum voru valdnar Lovísa Björt Henningsdóttir, Sólrún Inga Gísladóttir, Sylvía Hálfdanardóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Þóra og Sylvía voru einnig í U18 ára liðinu sem keppti á Norðurlandamótinu núna í maí.

Haukar óska þessum krökkum til hamingju með árangurinn og ljóst er að framtíðin er björt hjá körfuknattleiksdeild Hauka en á norðurlandamótinu í maí var Kári Jónsson valinn besti leikmaður Norðurlanda í U18 og í fyrra vann Sylvía Rún þennan titil í U16.
Frábær árangur okkar yngri iðkenda og verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu iðkendum næsta vetur í meistaraflokkunum.