Norðulandamót yngri landsliða lokið – Kári valinn bestur

kári jónssonNorðurlandamót yngri landslið í körfu lauk í gær, en mótið var haldið í Svíþjóð.

Haukar áttu fimm fulltrúa í þessum liðum sem öll stóðu sig með prýði en hæst bara árangur Kára Jónssonar en hann var vallinn besti leikmaður í sínum aldursflokki, U18 ára. Við Haukamenn erum ákaflega stollt af þessum flottu krökkum og óskum Kára sérstaklega

Eftirtaldir leikmenn spiluðu fyrir Íslands hönd:

Kári Jónsson U18 ára
Sylvía Rún Hálfdanardóttir U18 ára
Þóra Jónsdóttir U18 ára
Anna Lóa Óskarsdóttir U16
Hjalti Freyr Ómarsson U16

U18 ára drengja náði í silfur í keppninni eftir að hafa tapað með 3 stigum á móti Svíum í leik um gullið og vantaði aðeins herslu muninn að ná gullinu. U18 kvenna hreppti brons en bæði U16 ára liðin lentu í 5 sæti að þessu sinni.

Kári er búinn að vera lykilmaður í gegnum öll yngri landsliðið og sama má segja um Sylvíu og Þóru, en Sylvía var valinn besti leikmaður U16 í fyrra en núna var hún að spila á yngra ári og stóð sig mjög vel og var lykilmanneskja í sínu liði. Anna Lóa var í sínu öðru verkefni en hún var einnig í U15 í fyrra en Hjalti var í sínu fyrsta verkefni fyrir Íslands hönd.

Við óskum þessum krökkum til hamingju með flottan árangur.

Haukar eiga einnig þrjá leikmenn í U15 ára liðunum sem fara út í júní til Danmerkur að keppa þar á móti.  Þetta eru Hilmar Smári Henningsson, Hilmar Pétursson og Sunna Eyjólfsdóttir. Við munum fjalla nánar um þau er þau hefja leik en óskum þeim góðrar ferðar og til hamingu með að hafa náð í lokahóp KKÍ.