Frábær sigur í fjórða leik – Oddaleikur á fimmtudag kl. 16:00 í Schenkerhöllinni

Haukarnir gerðu góða ferð til Keflavíkur og unnu þar gríðarlega mikilvægan sigur á heimamönnum í hörku leik. Leik sem bauð uppá allt sem áhorfendur vilja fá að sjá í íþróttaleik, spennu, dramatík, hörku, baráttu og ótrúlegan viðsnúning. Strákarnir byrjuð ágætlega og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-20 en ljóst var á báðum liðum að spennustígið var […]

Góður sigur gegn Fram í Olís deild karla

Eftir slæmt tap síðastliðinn laugardag var meistarflokkur karla í handbolta aftur í eldlínunni í gær, mánudagskvöld,  staðráðnir í að gera betur eftir ekki svo góða frammistöðu í síðasta leik. Heimir Óli var kominn inn í liðið á ný eftir að hafa misst af síðustu 3 leikjum vegna meiðsla. Það var ekki mikið skorað í upphafi […]

Fjórði leikur í viðureign Hauka – Keflavíkur í kvöld kl. 19:15 í Keflavík

Hauka strákarnir náðu að halda sér á lífi í úrslitaeinvíginu gegn Keflvíkingum. Strákarnir spiluðu mjög vel á föstudaginn og leiddu leikinn lengst af en leikurinn var jafn og vel leikinn af beggja hálfu. Strákarnir náðu loksins að halda haus allan leikin og klárðu hann af öryggi. Í kvöld, mánudag, verður fjórði leikurinn í Keflavík og […]

Rútuferð á fjórða leik Hauka og Keflavíkur

Kæra Haukafólk Eftir frábæran heimasigur strákanna í þriðja leiknum í Schenkerhöllinni er staðan núna 2-1 fyrir Keflavík og strákarnir eru ákveðnir í því að tryggja sér oddaleik á heimavelli með sigri í Keflavík. Nú þurfum við að fjölmenna suður með sjó og hvetja liðið okkar til sigur. Því ætlum við að mynda frábæra stemningu og […]

Tap í rislitlum leik á móti Akureyri

Meistaraflokkur karla i handbolta spilaði í dag, laugardag, gegn Akureyri er liðin mættust í 25. umferð Olís deildarinnar í Schenkerhöllinni að Ásvöllum en þessi lið eru í mikilli baráttu um 4. til 7. sæti deildarinnar. Haukar léku sem áður fyrr án Heimis Óla sem en ökklameiðsli eru enn að hrjá línumanni sterka. Jafnræði var með […]

Haukar – Keflavík, leikur 3

Bakið er komið upp við vegg og leiða Keflvíkingar rimmuna 2-0, en okkar menn hafa sýnt það í síðustu tveimur leikjum að þetta er hægt og nú er bara að hafa trú á verkinu. Leikur 3 fer fram á föstudaginn og hefjast leikar kl. 19:15 að venju, nú þurfum við að smekkfylla stúkuna og garga […]

Tvíhöfði í handboltanum á laugardaginn

Á laugardaginn kemur verður mikið í gangi í handboltanum á Ásvöllum en báðir meistaraflokkar okkar munu þá leika í Olísdeildinni. Stelpurnar ríða á vaðið gegn Val kl. 13:30 og síðan munu strákarnir spila gegn Akureyri kl. 16:00. Haukastelpur eru í 4. sæti deildarinnar með 28 stig þegar tveir leikir eru eftir og mikilvægt fyrir þær […]

Patrekur Jóhannesson hættir sem þjálfari meistaraflokks Hauka í vor

Patrekur Jóhannesson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við handknattleiksdeild Hauka og mun því ljúka störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu að loknu yfirstandandi tímabili. Verkefni Patreks hjá landsliði Austurríkis munu færast í aukana í kjölfar nýs fimm ára samnings hans við austurríska handknattleikssambandið sem  tekur gildi í haust. Þau verkefni munu krefjast […]