Tap í rislitlum leik á móti Akureyri

Jón Þorbjörn JóhannssonMeistaraflokkur karla i handbolta spilaði í dag, laugardag, gegn Akureyri er liðin mættust í 25. umferð Olís deildarinnar í Schenkerhöllinni að Ásvöllum en þessi lið eru í mikilli baráttu um 4. til 7. sæti deildarinnar. Haukar léku sem áður fyrr án Heimis Óla sem en ökklameiðsli eru enn að hrjá línumanni sterka. Jafnræði var með mikið liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en í stöðunni gáfu Norðanmenn aðeins í og náðu tveggja marka forusstu sem þeir náðu svo að halda út fyrri hálfleikinn og voru gestirnir 13 – 10 yfir í hálfleik.

Haukamenn mættu mun betur til leiks í seinni hálfleik og náðu að jafa leikinn í 16 – 16 eftir um 10 mínútna leik og geru svo gott betur en það og komust í 18 – 16 og munaði þar miklu um innkomu Adams Hauks sem fór mikinn í sókninni á þessum tíma auk þess sem að hann náði vel saman með Jóni Þorbirni í hjarta Haukavarnarinnar. Eftir það lentu Haukar í miklum erfiðleikum í sókinni og skoruðu ekki mark í tæpar 10 mínútur sem varð til þess að Akureyringar gegnu á lagið og skoruðu 5 mörk í röð og breyttu stöðunni í 21 – 18 sér í vil og um 8 mínútur eftir af leiknum. Þessari forusstu létu Norðanmenn ekki af hendi og silgdu öruggum 5 marka sigri í höfn 25 – 20.

Heilt yfir var þessi leikur ekki góður hjá Haukamönnum en þó má hrósa Adam Hauk fyrir góða frammistöðu í byrjun seinni hálfleiks þótt að hægst hafi aðeins á honum undir lok leiks sem er ekki nema von þar sem þetta er aðeins annar leikur hans eftir að hafa verið frá í langan tíma vegna höfuðmeisla. Enn og aftur var mikil breidd í markaskorun en 9 leikmenn skoruðu í leiknum en þeirra atkvæðamestir voru Adam Haukur með 6 mörk og Vilhjálmur Geir með 5 en í marki Hauka varði Giedrius 11 skot og Einar Ólafur 1.

Þar er skammt stórra högga á milli hjá Haukamönnum en næsti leikur er strax á mánudag er Frammarar verða heimsóttir kl. 19:30 í næst síðustu umferð deildarinnar og svo er næsti heimaleikur einnig komandi viku en á fimmtudag kemur HK í heimsókn í síðustu umferð deildarkeppinnar.