Tvíhöfði í handboltanum á laugardaginn

Tvíhöfði 28. mars 2015Á laugardaginn kemur verður mikið í gangi í handboltanum á Ásvöllum en báðir meistaraflokkar okkar munu þá leika í Olísdeildinni. Stelpurnar ríða á vaðið gegn Val kl. 13:30 og síðan munu strákarnir spila gegn Akureyri kl. 16:00.
Haukastelpur eru í 4. sæti deildarinnar með 28 stig þegar tveir leikir eru eftir og mikilvægt fyrir þær að ná þessum tveimur stigum gegn Val til að tryggja heimaleikjaréttinn í 8 liða úrslitunum. Í fyrri umferðinni spiluðu liðin að Hlíðarenda og þá sigruðu Haukar 27-30 (12-16). Valur er núna í 6. sæti með 22 stig.
Strákarnir eru í 5. sæti með 24 stig þegar 3 leikir eru eftir og skilja 4 stig þá og næsta lið fyrir ofan. Haukar hafa spilað tvisvar í Olísdeildinni gegn Akureyri í vetur og báðir unnust þeir á heimavelli, okkar piltar unnu í Schenkerhöllinni og Akureyringar í Höllinni á Akureyri.
Það verður vafalítið hart barist á laugardaginn í Schenkerhöllinni og tilvalið að mæta á báða leikina og skapa flotta umgjörð og stemningu á Ásvöllum.

Áfram Haukar!