Herrakvöld Hauka 2015

Herrakvöld Hauka verður haldið laugardaginn 31. janúar í veislusalnum á Ásvöllum, þar munu Úlfar Eysteinsson og hans meistarakokkar galdra fram dýrindis veislumat. Miðasala fer fram á Ásvöllum. Allar nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson framkvæmdarstjóri.

Aðalfundir deilda 2015

Aðalfundir deilda 2015 Knattspyrnudeild – Þriðjudagur 3. febrúar kl. 18:00 í Forsal ——————————— Körfuknattleiksdeild – Fimmtudagur 5. febrúar kl. 19:30 í Forsal _______________________ Almenningsdeild – Fimmtudagur 5. febrúar kl. 20:00 í Engidal _______________________ Handknattleiksdeild – Þriðjudagur 10. febrúar kl. 18:00 í Forsal ________________________ Karatedeild – Mánudagur 16. febrúar kl. 20:30 í Forsal

Haukar – Grótta í Olísdeild kvenna á morgun

Haukar, sem unnið hafa síðustu fimm leiki sína, taka á morgun að móti toppliði Gróttu og hefst leikurinn kl. 19:30. Grótta er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 24 stig en Haukar sækja nú ört á toppliðin og eru með 16 stig í fimmta sæti. Liðin áttust við á Seltjarnarnesi í byrjun nóvember og […]

Haukar – Fylkir kl. 14:00 á morgun í Schenkerhöllinni

Á morgun, laugardag, heimasækja Fylkisstúlkur okkar konur í Schenkerhöllina og hefst leikurinn kl. 14:00. Fylkir er í 7. sæti deildarinnar en Haukar eru sem stendur í því 5. og hafa unnið alla sýna leiki eftir áramót. Haukarstelpur hittu ekki á góðan  dag þegar liðin mættust 23. september s.l. en þá töpuðu þær með 5 marka […]

Fjölnir – Haukar í kvöld kl. 19:15 í Dalhúsum

Gríðarlega mikilvægur leikur er í kvöld hjá strákunum í Dominos deildinni er þeir spila við Fjölnir í Dalhúsum kl. 19:15. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en Haukarnir eru að berjast bæði fyrr því að tryggja sig í úrslitakeppnina og um leið að reyna að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð, en gríðarlega þéttur pakki er […]

Mikilvægur leikur Haukastúlkna í kvöld gegn Grindavík

Haukar munu etja kappi við Grindavík í Dominos deild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 21. janúar, kl. 19:15. Þessi sömu lið áttust við síðast liðinn laugardag í 8. liða bikarkeppni KKÍ og þar höfðu Grindvíkingar betur eftir frábæran framlengdan leik. Sá leikur var vel spilaður af báðum liðum og áttu Haukastelpurnar einn sinn besta leik á […]

Þrír með fullt hús – 13 rétta

Vorleikur Haukagetraun er nýlega hafinn og taka rúmlega 30 lið þátt í leiknum. Árangur í síðustu umferð var frábær þegar 3 lið voru með fullt hús – 13 rétta ! Nýir þátttakendur eru velkomnir og eru hvattir til að koma á 2. hæðina frá kl. 10 – 13 á laugardögum og eiga þar skemmtilega stund […]

Bílaþrif

Bílaþrif sunnudaginn 18.janúar (í dag) Meistaraflokkur Hauka í knattspyrnu mun standa fyrir bílaþvotti (alþrif) sunnudaginn 18. Janúar 2015 í fjáröflunarskyni. Staðsetning er á Tjarnvöllum í SERVIDA húsinu og byrjar 09:30. Verð: fólksbíll 7.000 kr. / jepplingur 9.000 kr. Og stærri jeppar 11.000 kr. Hægt að mæta beint eða hafa samband við Jóhann Inga í 694-9862.

Haukar – Snæfell fimmtudaginn 15. janúar kl. 19:15

Í kvöld, fimmtudaginn 15. janúar, er fyrsti heimaleikur strákanna í Dominos deildinni í körfu. Snæfellingar koma í heimsókn og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Haukar hafa tapað síðustu tveim leikjum sínum, báðum útileikjum, og hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í þeim leikjum. Með sigri geta strákarnir komist aftur í toppbaráttuna […]