FHingum svarað fullum hálsi!

Eftir sárt tap gegn FH á heimavelli fyrr í vetur var komið að tækifærinu til að jafna metin, vinna þá á þeirra heimavelli. Frá fyrstu mínútu stefndi í hörkuleik og á 18. mínútu fyrri hálfleiks setti Birkir Ívar gjörsamlega í lás í markinu og skoruðu FH-ingar ekki næstu 18 mínúturnar eða svo. Staðan í hálfleik […]

Unglingaflokkur kvenna í 2.sæti

Stelpurnar í unglingaflokki lentu í hörkuleik gegn fyrnasterku liði Snæfells í gær.  Bæði lið voru reyndar skipuð föngulegum hóp meistaraflokksstúlkna í bland við stelpur sem ekki eru byrjaðar í m.fl.  Leikurinn fór hægt af stað en hægt og bítandi sigu Snæfellstúlkur fram úr og munaði 6 stigum á liðunum í hálfleik 22-28 fyrir Snæfell.   […]

Haukur með 22 stig í tapi gegn Njarðvík

Haukum tókst ekki að sigra sinn fjórða leik í deildinni er þeir mættu liði Njarðvikur í Ljónagrifjunni í gærkvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og fram eftir leik en í fjórða leikhluta tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum með 13 stigum 80-67. Njarðvík komst með sigrinum við hlið Hauka í […]

Málum krikann rauðan.

Kæra Haukafólk. Rio Tinto Alcan bíður öllum á völlinn. Við skulum fjölmenna á völlin á einn af stórleikjum vetrains. Stuðningur ykkar er mikilvægur og að sjálfsögðu mæta allir í rauðu. Við verðum með rauðu klöppurnar á staðnum   Áfram Haukar  

Aron Már Smárason til Hauka

Haukar hafa fengið til liðs við sig leikmenn fyrir komandi tímabil í 1.deildinni og er um að ræða fyrsta leikmanninn sem gengur formlega til Hauka eftir síðasta tímabil. Um er að ræða sóknarmanninn, Aron Má Smárason sem kemur til Hauka frá Breiðablik. Aron lék þó hinsvegar með Fjarðabyggð í 1.deildinni síðasta sumar á láni frá […]

Öruggur sigur Hauka í Grindavík

Í gær áttust  við Grindavík og Haukar í 9. umferð IEX-deildarinnar. Haukar sigruðu leikinn örugglega 41-61 og sitja nú í 3.-4. sæti ásamt KR-ingum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og gekk báðum liðum erfiðlega að skora. Haukar höfðu þó 9 stiga forystu í hálfleik 18-27. Í þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar að saxa […]

Unglingaflokkur karla áfram í bikarnum

Unglingaflokkur karla gerði góða ferð í Vodafone höllina á miðvikudagskvöldið og sigraði sameiginlegt lið Vals/ÍR í 8.liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Leikurinn endaði Valur/ÍR 81 – Haukar 106 og komust Íslandsmeistara Hauka í þessum flokki því örugglega áfram eftir frábæran leik okkar stráka.  Heimasíðan fékk pistil frá Ívari Ásgríms þjálfara.   Haukar byrjuðu gríðarlega vel og voru […]

Haukar – TV Grosswallstadt Í EHF-Keppninni

Frítt á völlinn í boði Rio Tinto Alcan Haukar mæta þýska stórliðinu TV Grosswallstadt í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik og hefst leikurinn kl 17:00 laugardaginn 27 nóv. Grosswallstadt vann nauman sigur í fyrri leiknum, 26-24, og Haukar eiga því góðan möguleika á að komast áfram. STÓRVELDI MEÐ LANGA SÖGU Grosswallstadt […]

HAUKAR – TV GROSSWALLSTADT Í EHF-KEPPNINNI

Frítt á völlinn í boði Rio Tinto Alcan Haukar mæta þýska stórliðinu TV Grosswallstadt í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik.  Grosswallstadt vann nauman sigur í fyrri leiknum, 26-24, og Haukar eiga því góðan möguleika á að komast áfram. STÓRVELDI MEÐ LANGA SÖGU Grosswallstadt er fornfrægt stórveldi í evrópskum handknattleik og hefur […]

Sigurmarkið á móti Val

Haukar tóku á móti Val í gærkvöldi og sigurmark leikssins kom á loka sekúndunni þegar Einar Örn skoraði glæsilegt mark úr horninu. Strákarnir hjá Haukar-TV settu saman skemmtilega klippu af markinu og hægt er að sjá það hér.