Aron Már Smárason til Hauka

Haukar hafa fengið til liðs við sig leikmenn fyrir komandi tímabil í 1.deildinni og er um að ræða fyrsta leikmanninn sem gengur formlega til Hauka eftir síðasta tímabil. Um er að ræða sóknarmanninn, Aron Má Smárason sem kemur til Hauka frá Breiðablik.

Aron lék þó hinsvegar með Fjarðabyggð í 1.deildinni síðasta sumar á láni frá Breiðablik og gerði þar gott mót og skoraði hvorki fleiri né færri en 10 mörk í 18 deildarleikjum sem og 2 mörk í tveimur bikarleikjum í sumar. Aron Már sem er 26 ára hefur lengst um leikið með Njarðvík en fór þaðan til Breiðabliks fyrir sumarið 2009 og lék með þeim nokkra leiki í Pepsi-deildinni.

 Aron Már hefur nú þegar hafið leik með Haukum og skoraði til að mynda í fyrsta æfingaleik liðsins gegn Víking fyrir rúmlega viku síðan. Við vonum að sjálfsögðu að Aron eigi eftir að falla vel inn í hóp okkar Haukamanna sem hefur eitthvað minnkað frá síðasta tímabili en leikmennirnir sem héldu trausti við Hauka og munu spila áfram með félaginu eru staðráðnir í að koma sér strax á staðinn þar sem við eigum heima, þ.e.a.s. í efstu deild að ári.

Við tökum vel á móti Aroni Má og bjóðum hann velkominn í klúbbinn.