Unglingaflokkur kvenna í 2.sæti

Haukar

Stelpurnar í unglingaflokki lentu í hörkuleik gegn fyrnasterku liði Snæfells í gær.  Bæði lið voru reyndar skipuð föngulegum hóp meistaraflokksstúlkna í bland við stelpur sem ekki eru byrjaðar í m.fl.  Leikurinn fór hægt af stað en hægt og bítandi sigu Snæfellstúlkur fram úr og munaði 6 stigum á liðunum í hálfleik 22-28 fyrir Snæfell.  

Þriðja lota var eign Snæfells-stúlkna og skoruðu þær hverja körfuna á fætur annarri og komust mest í 24 stiga mun en staðan í lok þriðja leikhluta var 29-50.   

Í fjórða leikhluta vöknuðu okkar stúlkur heldur betur til lífsins, spiluðu fyrnasterka vörn og sjálfstraustið skein úr hverju andliti í sókninni.  Okkar stelpur söxuðu á forskot Snæfells með hverri mínútunni og unnu síðasta leikhlutann 25-14 en því miður var munurinn orðinn of mikill í lok 3 leikhluta þannig að leikurinn varð aldrei verulega spennandi enda var orka okkar stúlkna algjörlega búinn undir lok leiks enda liðið heldur fámennt vegna meiðsla og  veikinda  m.a. Dagbjartar og Aldísar.  Snæfell var með heldur fjölmennara lið og náðu þær að hvíla lykilmenn á köflum í leiknum sem skilaði sér vel undir lokinn.  Leikurinn endaði með 10 stiga sigri Snæfells 64-54.

 

Það má svo sem segja frá því að unglingaflokkslið Hauka var að þessu sinni eingöngu skipað 3 stelpum úr unglingaflokki þeim Auði, Ínu og Ingu en aðrir leikmenn liðsins eru úr 10 fl. og stúlknaflokki.

Stigahæstar í liði Hauka: 

Lovísa Björt Henningsdóttir 21 stig og hitti Lovísa úr öllum sínum vítum í leiknum 10/10.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir 18 stig.

Auður Íris Ólafsdóttir 6 stig.

Inga Sif Sigfúsdóttir 5 stig

Ína Salome Sturludóttir 2 stig

Kristjana Ægisdóttir 2 stig

Eydís Steingrímsdóttir lék einnig en náði ekki að skora.