Ragnarsmótið í handbolta

Handboltavertíðin hefst formlega á morgun miðvikudaginn 1. September með Ragnarsmótinu á Selfossi. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi fyrir nokkrum árum. Við munum spila í riðli með Fram og Val. Frítt er á alla leiki! Nánari upplýsingar á www.umfs.is  Miðvikudag 1.sept kl 20 leikum við gegn Val […]

Grindavík – Haukar

Næsta laugardag 4. September munu stelpurnar okkar leika gegn Grindvíkingum í Pepsideild kvenna kl 14:00. Stelpurnar eiga heilmikið inni og eru búnar að vera óheppnar í mörgum leikjum. Enn eru 12 stig eftir í pottinum og ekkert er ómögmulegt. Mætum og styðjum stelpurnar okkar.   Áfram Haukar!!!!! 

Úrslit Eden mótsins í kvöld

Haukar leika í kvöld gegn Hamri í Eden mótinu í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 20:15 og skerst úr um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari á mótinu af þeim leik loknum. Hamar er taplaust en Haukar töpuðu fyrir FSu á föstudaginn, 65-80, og verða að sigra í kvöld til að eiga séns. Liðið þarf einnig […]

Karfan.is tekur púlsinn á Henning

Karfan.is er búinn að vera síðustu dagana að taka púlsinn á öllum liðunum í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Í gær var Henning í spjalli um veturinn og Haukaliðið. Hægt er að lesa viðtalið hér.

Frábær árangur

Á dögunum unnu Hauka – hnáturnar í 6. flokki A liða úrslitakeppni Íslandsmótsins og fóru þær taplausar í gegnum mótið.Þessi frækni hópur hefur sigrað á fjórum mótum í sumar, en auk Íslandsmótsins hafa þær hampað bikar á Þróttaramótinu, Króksmótinu og Símamótinu. Þær eru hér með þjálfara sínum Röggu og liðstjóranum frábæra, Jóa. Flottar Hauka-stelpur sem […]

Sigur í fyrsta leik á Edenmótinu

Fyrstu leikir í Eden mótinu voru spilaðir í gær en fjögur lið taka þátt þ.e. Hamar, Haukar, FSu og Þór Þorl. Haukar sigruðu Þór með minnsta mun 73-74 og var Örn Sigurðarson stigahæstur Hauka með 15 stig og hjá Þór var Emil Einarsson með 25 stig. Þór Þ. – Haukar 73 – 74Stigahæstir hjá Þór: […]

Þrjár Haukastelpur í æfingahópi U18

Jón Halldór Eðvaldsson hefur valið æfingahóp í U18 kvenna sem kemur saman um helgina. Haukar eiga þrjá fulltrúa í hópnum sem telur 20 stúlkur. Þær Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Árnína Lena Rúnarsdóttir og Dagbjört Samúelsdóttir hafa verið valdar. Haukar óska þeim góðs gengis um helgina. Sjá allan hópinn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins.

Haukar – Afturelding

Nú á sunnudaginn kemur munu Haukastelpur taka á móti Aftureldingu hér á Ásvöllum kl 14:00. Allir að mæta og styðja stelpurnar sem geta með sigri hleypt mikilli spennu í botnbaráttuna og opnað stöðuna upp á gátt.   Áfram Haukar!!!!!! 

Haukar – Keflavík

Næsta laugardag mætum við Keflavík í Pepsideild karla á Vodafonevellinum kl 16:00. Athugið að þetta er breyttur leiktími. Nú er liðið farið að sýna sitt rétta andlit og eftir frábæran sigur á firnasterkum Blikum er komið að því að leggja Keflvíkinga að velli. Við stjórnvölinn hjá suðurnesjaliðinu er fyrrum þjálfari Hauka Willum Þór og má […]