Grindavík – Haukar

Næsti leikur okkar Haukamanna í Pepsideild karla verður Sunnudaginn 12. september kl 17:30 gegn Grindavík í Grindavík. Ég bið alla um að gefa nýjum leiktíma góðan gaum en leikurnn hefst kl 17:30.

Strákarnir hafa spilað glimrandi bolta í sumar og undanfarnir tveir leikir hafa verið frábærir. Leikurinn á Sunnudaginn er sá mikilvægasti í sumar því með sigri gefum við okkur raunhæfa möguleika á líflínu í þessari deild. Oft var þörf en nú er nauðsýn. Allir að mæta í Grindavík og fyllum stúkuna og styðjum drengina sem sýnt hafa frábæran karakter í sumar.

Minni enn og aftur á breyttan leiktíma: SUNNUDAGINN 12. SEPTEMBER KL 17:30 

Áfram Haukar 

Grindavík – Haukar

HaukarNæsta laugardag 4. September munu stelpurnar okkar leika gegn Grindvíkingum í Pepsideild kvenna kl 14:00. Stelpurnar eiga heilmikið inni og eru búnar að vera óheppnar í mörgum leikjum. Enn eru 12 stig eftir í pottinum og ekkert er ómögmulegt. Mætum og styðjum stelpurnar okkar.

 

Áfram Haukar!!!!! 

Grindavík – Haukar

Haukar léku við Grindavík í Reykjaneshöllinni og má með sanni segja að þetta hafi verið slakasti leikur okkar manna á þessu undirbúningstímabili.

Byrjunarliðið:

Amir

Hermann – Daníel E. – Óli Jón – Davíð E.

Kristófer – Hilmar T. – Bjarki – Hilmar G.

Ómar – Hilmar R.

Varamenn:Þorvaldur, Vignir, Davíð J. Bergsteinn og Jónas.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir 12 mín leik kom fyrsta almennilega skotið á markið og var þar Bjarki á ferðinni eftir góðan undirbúning hjá Hilmar Rafn og Ómari í framlínunni en skotið fór rétt yfir. 6 mínútum seinna kom svo fyrsta markið í leiknum og var þar Óli Jón á ferðinni með skalla. Arnar Steinn sem nýkominn var inná fiskaði horn með harðfylgni, tók það stutt með Jónasi, fékk boltann aftur og átti fína fyrirgjöf sem rataði beint á hausinn á Óla Jón sem framlengdi hann í netið.

Eftir markið varð leikurinn voða rólegur en Grindvíkingar voru samt meira með boltann en sköpuðu enginn alvarleg færi fyrr en á 30 mínútu. Þá fékk sóknarmaður Grindvíkinga boltann inn fyrir vörn Hauka og komst einn inn fyrir en Amir var snöggur út og varði frá honum en þá mætti annar Grindvíkingur á svæðið og hirti frákastið og setti boltann í autt netið.

Restin af fyrri hálfleik einkenndist svo af miðjuhnoði þar sem hvorugt liðið hafði neina alvöru sóknartilburði á borðum.

Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Grindavík með smá heppnismarki þar sem sóknarmaður Grindavíkur náði að setja hælinn í skot og breytti um stefnu svo markmaðurinn átti ekki möguleika.

Fljótlega eftir það fór þreyta að gera vart við sig hjá Haukunum og gáfu þeir pínu eftir og Grindavík náði yfirhöndinni ásamt því að fá 2-3 mjög góð færi sem Amir markvörður Haukanna varði mjög vel og einu sinni frábærlega.

10 mínútum fyrir leikslok kom svo 3 mark Grindvíkinganna en það var gott skot fyrir utan teig alveg út við stöngina fjær.

Strax í næstu sókn fengu Haukarnir hornspyrnu og skallaði Davíð E. beint á markmanninn úr úrvalsfæri.

Seinustu mínúturnar voru voða daufar og hvorugt liðið náði að skapa sér neitt að ráði

Amir og Jónas voru að spila sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk og stóðu þeir sig báðir með prýði. Óskum við þeim til hamingju með það.

Næst á dagskrá hjá Haukunum er æfingarferð til Portúgals þann 29 mars.