Íþróttamaður Hauka 2004

Í dag , gamlársdag var að venju valinn Íþróttamaður Hauka. Tillnefndir voru fulltrúar frá öllum deildum félagsins og þar voru samankomnir frábærir fulltrúar Hauka. Það var okkar í handknattleiksdeildinn mikil ánægja að okkar maður, Ásgeir Örn Hallgrímsson var kjörinn Íþróttamaður Hauka 2004. Hann bar titilinn einnig s.l. ár og þarf vart að kynna strákinn. Ásgeir […]

Jörundur Kristinsson skrifar undir

Gengið hefur verið frá tveggja ára samningi við Jörund Kristinsson markmann. Jörundur hefur verið markmaður meistaraflokks númer eitt undanfarin ár og eru Haukamenn afar ánægðir með þennan samning og vænta mikils af Jörundi á komandi tímabili. Hann er ekki bara góður markmaður heldur einstaklega góður félagi.

Heimir Skákmaður Hauka 2004!

Heimir skákmaður Hauka 2004 Skákmaður Hauka verður tilnefndur í þriðja sinn núna á gamlársdag. Skákmaður Hauka 2004 er Heimir Ásgeirsson. Heimir hefur verið einn traustasti skákmaður Hauka frá stofnun deildarinnar. Hann hefur ekki tapað kappskák í Íslandsmóti skákfélaga fyrir Hauka. Heimir var fyrsti skákmaður Hauka til að vinna sér inn keppni í landsliðsflokki þegar hann […]

Skákæfing 28.desember.

Páll Sigurðsson og Þorvarður F. Ólafsson sigruðu á síðustu æfingu ársins, sem fram fór í gærkveldi. Þátttakendur voru 13. Gaman var að sjá nýtt andlit, Garðbæinginn Sindra Guðjónsson, og vonandi að hann komi til með að mæta sem oftast. Páll byrjaði á því að leggja Varða (í Skandinavanum) í 1.umferð og fylgdi því eftir með […]

Samið við Arnar Stein

Það er ánægjulegt að greina frá því að gengið hefur verið frá félagaskiptum Arnars Steins Einarssonar úr Víkingi R í Hauka. Um leið skrifaði Arnar Steinn undir þriggja ára samning við Haukamenn. Haukar vænta mikils af þessum skemmtilega framherja á næsta sumri.

Gull og Silfur

4. fl.kvenna stóð sig frábærlega á jólamótinu í Kópavogi í dag mánud. 27.12. A-lið stóð uppi sem sigurvegari og b-liðið hafnaði í öðru sæti. Allar stelpurnar stóðu sig vel.

Jólamótsmeistarar

Í dag keppti 7. flokkur karla á Jólamótinu í Kópavogi. D-liðið náði frábærum árangri og sigraði með glæsibrag. Töpuðu ekki neinum leik. C-liðið náði sér ekki á strik og lenti í 7 sæti en bættu það svo sannarlega upp þegar sömu strákar náðu þriðja sæti í keppni B-liða. A-liðið náði svo í fimmta sæti eftir […]

Jólamót Kópavogs 6.flokkur

Kæru leikmenn, foreldrar/forráðamenn. Jólamótið er haldið í Smáranum fyrir 6. flokk karla 28. og 29. des. Það eiga allir strákarnir að spila og sumir spila báða dagana. Mótsgjald er 700kr. Allar upplýsingar um leiki og reglur að að finna á www.jolamot.is Við mætum til leiks á þriðjudaginn (28. des) með tvö C lið og 2 […]

Jólamót Kópavogs

Kæru leikmenn og foreldrar/forráðamenn. Jólamót Kópavogs verður haldið í íþróttahúsinu DIGRANESI á morgun mánudaginn 27.des. Mótsgjald er 500kr. á hvern strák. Öllum strákunum hefur verið skipt í lið og eiga þeir að mæta sem hér segir: D-lið Finnur, Daði, Oliver, Helgi Fannar, Helgi Snær, Jason, Jóakim. Mæta klukkan: 09:45 og leika til kl: 12:00. C […]

Gleðileg Jól Haukamenn!!!

Undirritaður óskar fyrir hönd Skákdeildar Hauka, og minnar eigin, öllum Haukamönnum og fjölskyldum ykkar Gleðilegra Jóla. Hafið þið það gott um jólin. Sjáumst milli jóla og nýárs. Jólakveðja, Auðbergur/Aui