Skákæfing 28.desember.

Páll Sigurðsson og Þorvarður F. Ólafsson sigruðu á síðustu æfingu ársins, sem fram fór í gærkveldi. Þátttakendur voru 13. Gaman var að sjá nýtt andlit, Garðbæinginn Sindra Guðjónsson, og vonandi að hann komi til með að mæta sem oftast.

Páll byrjaði á því að leggja Varða (í Skandinavanum) í 1.umferð og fylgdi því eftir með sigri í næstu 9 skákum! Þegar 3 umferðir voru eftir hafði Páll 1,5 vinnings forskot á Varða, sem gert hafði jafntefli við Jón Magnússon um miðbik mótsins. Ragnar Árnason gerði sér þá lítið fyrir og lagði Palla í 3.síðustu umferðinni og þar á eftir gerðu þeir Páll og Daníel jafntefli í hörkuskák. Skyndilega eygði Varði möguleika á því að ná Palla að vinningum! Sú varð svo raunin þegar Varði lagði Daníel í lokaumferðinni á meðan Palli sat yfir. Svekkjandi niðurstaða fyrir Palla, sem virkilega var búinn að leggja grunninn að öruggum sigri!

Jón M. var solid að vanda, 8 sigrar, 3 jafntefli og 1 tap. Þá sannaði Sverrir Þorgeirsson enn einu sinni tilverurétt sinn á meðal efstu manna. Næstu menn voru nokkuð frá sínu besta ef undan er skilinn Sverrir (eldri), sem átti sína bestu æfingu í langan tíma!

1-2. Páll Sigurðsson
Þorvarður Fannar 10,5

3. Jón Magnússon 9,5

4. Sverrir Þorgeirsson 9

5-6. Stefán og Daníel Péturssynir 6,5

7-8. Sverrir (eldri)
Sindri Guðjónsson 6

9. Grímur Ársælsson 5

10. Ragnar Árnason 4,5

11. Geir 3

12. Kristján Sigurðsson 1

13. Rúnar Jónsson 0

Í lokin slógum við svo upp liðakeppni og að vanda var farið eftir frammistöðu keppenda á æfingunni.

Lið A: Páll, Daníel, Geir, Rúnar.

Lið B: Varði, Jón, Ragnar, Kristján.

Því miður raðaðist þetta ekki nógu jafnt að þessu sinni, enda vann B-liðið öruggan sigur 5-11.

Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir mjög skemmtilegt skákár og vona að það næsta verði enn betra!

Kveðja, Varði.