Gleðileg jól

Kæru Haukamenn Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vil þakka ykkur fyrir árið sem er að líða. Sérstaklega vil ég þakka foreldrastjórnunum mínum og fararstjórum á Skagamótinu og í Vestamannaeyjum á Shellmóti. Gleðileg jól Ólafur Örn Oddsson

Haukamenn á stigalista.

Hér á eftir koma þeir Haukamenn sem eru á stigalista. Þar kom að því að Jón Magnússon kæmist inn á listann. Hann kemur þar sterkur inn með 1740 stig. Til hamingju Jón! Síðan er nokkri sem hækka nokkuð t.d hækkar Daníel um 125 stig. Frábært hjá Daníel sem er búinn að eiga mjög gott ár. […]

Félagar frá Haukum á jólapakkamóti

Nokkrir ungir félagsmenn í Haukum tóku þátt í jólapakkamóti Hellis síðastliðinn sunnudag. Hans Adolf Linnet stóð sig best allra haukamanna, en hann fékk 4 vinninga og endaði í 2 sæti í mótinu í yngsta flokki og fékk því veglegan jólapakka að launum. Myndin (ef hún kemur) er af Val Ella Valsyni sem einnig keppti í […]

Jólagleði á Miðbar

Minnum á jólagleðina sem haldin verður á Miðbar (við hliðina á Lansbankanum Laugarvegi 77) föstudagsköldið 17. desember kl. 19.00. 20 ára aldurstakmark. Fjölmennum! Nefndin

Skákæfing 14/12. 2004

Sigurbjörn Björnsson vann verðskuldaðan sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttaka var mjög góð eða 20 manns, sem er næstbesta mætingin í vetur! Eftir tap gegn undirrituðum í 2.umferð, setti Sigurbjörn í fluggírinn og lagði alla andstæðinga sína eftir það! Í upphafi æfingarinnar var undirrituðum falið það hlutverk að sjá um bókhaldið. Undirritaður var þó engan […]

Jólamót Hauka. Brynjar Ísak vann

Brynjar Ísak Arnarsson, afabarn Jóns Magnússonar Haukamanns með meiru sigraði á jólamóti barna og unglingastarfs Hauka. Veit voru þrenn verðlaun bæði fyrir stráka og stelpur. Aðalvinninginn á mótinu sem var 2,5 kílóa macintosh dolla vann hins vegar Agnes Linnet í happdrætti eftir mótið, en þá voru einnig nokkrir aukavinningar dregnir út. úrslit urðu annars eftirfarandi: […]

Síðasta barnaæfing fyrir jól

Síðasta barnaæfingin fyrir jól verður á morgun, þriðjudag kl. 17.15. Ath að vænst er þess að foreldrar taki þátt í æfingunni með krökkunum (bara á morgun) og þyggi einnig veitingar. Ath einnig að æfingin verður haldin uppi á palli á morgun því salurinn er upptekinn. (aðalinngangur og upp tröppurnar)

UBK : 28 – Haukar2 : 36

Rauðu bomburnar mættu í Smárann þar sem verkefni okkar var leikur gegn UBK. Salsha stemmnig í okkar hóp þar sem leikdagur var jú laugardagur. Skothríðin hófst stax frá upphafi og forustan var okkar. Flugmaðurinn (B. Frosta) var settur í búrið og lokaði hann því sem hann ætti það skuldlaust. Bræðurnir Gústi og Sigurjón bruggðu á […]

Stjarnan-Haukar mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu stórsigur 28-20 á Stjörnunni í Garðabænum í dag. Þetta var síðasti leikurinn á árinu hjá þeim og kláruðu þær hann með stæl. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náðu stelpurnar okkar góðri forystu og var staðan í hálfleik 9-12 fyrir Hauka. Í síðari hálfleik héldu þær áfram góðum leik […]

Haukar-Þór mfl.karla

Strákarnir okkar mættu þreyttir til leiks á Ásvöllum í gær í síðasta leik sínum á árinu er þeir tóku á móti Þór frá Akureyri. Þeir voru á hælunum nær allan leikinn sem endaði með tapi 28-29. Gestirnir skoruðu fyrsta markið en síðan voru Haukar yfir 4-2 og 5-3. Eftir það var jafnt á öllum tölum […]