Rey-cup

Haukar 3. flokkur kvenna munu spila til úrslita á sunnudag eftir stórsigur í sínum riðli. Ekki er en ljóst hverjir mótherjarnir verða. Stelpurnar í 4. flokk eru líka búnar að standa sig vel og munu bæði A og B liðið spila til úrslita á sunnudag. Stelpurnar í 4. A munu spila gegn Aftureldingu en fyrri […]

Haukar – Fjölnismenn hinir síðari 0-2

Haukar tóku í kvöld á móti Fjölnismönnum frá Grafarvogi. Fyrri leik liðanna í sumar lyktaði með stórsigri okkar manna 4-1 og voru margir sem vonuðust til að drengirnir myndu endurtaka þann leik eftir glæsilegan sigur í síðustu umferð. Þó var vitað fyrirfram að á brattann yrði að sækja þar sem nýliðarnir hafa bætt verulega við […]

Haukar – Fjölnir

Í kvöld fer fram leikur í 11. umferð 1. deildar karla. Haukar taka á móti Fjölni úr Grafarvogi. Fyrri leikur þessara liða endaði 4 – 1 fyrir Hauka. Fjölnismenn lögðu topplið HK í síðustu umferð 2 – 1. Lið þeirra hefur verið styrkt nokkuð frá upphafi móts en þeir eru nú í 7. sæti deildarinnar […]

Þrjú stig í hús

Í gær miðvikudag 21.júlí fengum við Ægi frá Þorlákshöfn í heimsókn. Þetta var síðasti innbyrðis leikur þessara tveggja liða. Leikar fóru 10-0 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 7-0. Mörk Hauka skoruðu Tatjana 6, Þórdís 2, Jennifer Lynn 1 og Dagbjört 1. Maður leiksins var kjörin Jennifer Lynn Crawford og óskum við […]

Rey-Cup-3.og 4.fl.kv.

Á morgun fimmtud.22.07 byrjar Rey-Cup en þangað fara 3. og. 4.fl.kvenna. Spilað verður í fjóra daga, mikil skemmtun er í kringum mótið m.a. sundlaugapartý-dansleikur og grillveisla. Mikil fjölgun er á liðum frá því í fyrra og fer mótið ört stækkandi. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja stúlkurnar.

1. deild kvenna Haukar – Ægir

Í kvöld fer fram leikur í 1. deild kvenna á Ásvöllum. Haukar taka á móti Ægi frá Þorlákshöfn. Lið Ægis er í neðsta sæti A riðils án sigurs og með 1 stig. Haukastelpurnar eru 4. sæti riðilsins með 12 stig. Stelpurnar hafa sigrað í 4 leikjum og eru með 9 mörk í plús. Leikurinn hefst […]

Pizzaveisla á miðvikudag

Á miðvikudaginn verður Pizza-veisla fyrir stelpurnar í 5. og 6. flokk. Veislan hefst kl. 18:30 í íþróttahúsinu á Ásvöllum, efri hæð. Eftir að allir hafa troðið sig út af Pizzum horfum við saman á leik Hauka og Ægis í 1. deild kvenna. Munið að koma með kr. 500 fyrir Pizzum og gosi. Mamma, Pabbi og […]

MK-Dons FC heim til Englands

Englendingarnir yfirgáfu Ísland í blíðskaparveðri á sunnudag. Daginn byrjuðu þeir á tveggja klukkustunda þrekæfingu. Hlaupið var um Ásvallasvæðið og upp á Ásfjall sem reyndar telst vera lægsta fjall á Íslandi. Stuart Murdoch framkvæmdastjóri liðsins var afar ánægður með þá aðstöðu sem þeir höfðu aðgang að á meðan á dvöl þeirra stóð. Laugardaginn notuðu þeir til […]

Markaleikur í blíðskaparveðri

Þetta var síðasti leikurinn fyrir Englandsferð okkar í næstu viku og einnig síðasti leikur fyrri umferðar í riðlinum, gegn UÍA frá Austurlandi. Aðstæður voru hinar bestu, völlurinn frábær og veðrir ekki verra. Við vorum heldur seinir í gang, en skoruðum þó fyrsta markið á 8. mínútu. Hilmar Emils gerði það með flottu skoti í fyrstu […]

Loksins sigur!

Haukar gerðu góða ferð inn í Garðabæ í dag þar sem drengirnir gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu upp frekar slöku liði Stjörnunnar. Þetta er fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 21.maí og fyrsti sigur liðsins undir stjórn Daða Dervic. Liðið: Jöri; Davíð, Darri, Daníel, Óli Jón; Gummi Magg (skipti við Pétur), Kristján Ómar, Goran […]