3ja sætið á Reykjavík Open

Strákarnir okkar töpuðu fyrir Val í milliriðli og misstu þar af úrslitaleiknum. Þeir unnu Fram 30-29 í leiknum um 3ja sætið. Það voru nánast bara yngri strákarnir sem spiluðu leikinn og stóðu sig mjög vel og sigurinn var aldrei í hættu. Magdeburg vann mótið með sigri á Val í úrslitum 32-28.

Riðilinn á Reykjavík Open

Strákarnir hafa unnið alla sína leiki í riðlinum á Reykjavík Open. Allt voru þetta stórsigrar: Haukar-Breiðablik 26-13, Haukar-ÍBV 25-13 og Haukar-Stjarnan 22-12. Á morgun sunnudag spila strákarnir kl. 10.00 við liðið sem lendir í öðru sæti í C-riðli og kl. 14.00 eiga þeir leik við Val sem vann B-riðilinn. Úrslitin eru um kvöldið, kl. 18.00 […]

Reykjavík Open

Reykjavík Open hefst fimmudaginn 28. ágúst hjá strákunum. Mótið hjá stelpunum er viku seinna, byrjar fimmtudaginn 4. sept. og eru þær í riðli með Val, GróttuKR og KA/Þór. Leikjaplanið hjá þeim verður birt síðar. Strákarnir eru A-riðli með ÍBV, Stjörnunni og Breiðablik. Tvö erlend gestalið spila á mótinu, Magdeburg sem allir þekkja og Combault sem […]

Æfingaleikur við Combault

Annað kvöld, miðvikudagskvöld spilar mfl.karla æfingaleik við franska liðið Combault sem tekur þátt í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn hefst kl. 20.00 og er að sjálfsögðu á Ásvöllum. Allir velkomnir.

Liðsstyrkur til mfl.karla

Í kvöld var gengið frá samningi við Dalius Rasikevicius og mun hann spila með mfl. karla komandi tímabil. Dalius er frá Litháen og er 27 ára gamall. Hann er mjög öflugur leikmaður, spilar á miðjunni en getur spilað nánast allar stöður og er líka mjög stekur varnarmaður. Hann á yfir 100 leiki með landsliði Litháen […]

Sigur á Nesmótinu

Strákarnir unnu alla sína leiki á Nesmótinu um helgina og virðast koma nokkuð vel undan sumri. Nýkrýndir Evrópumeistarar, Ásgeir Örn, Andri og Doddi eru að sjálfsögðu í fanta formi. Leikmannahópurinn er stór og fengu kjúklingarnir að spreyta sig eins og þeir gömlu. Menn gerðu heilmikið af mistökum og eðlilega á eftir að slípa ýmislegt fyrir […]

Nesmótið um helgina

Mfl. karla tekur þátt í Nesmótinu hjá GróttuKR sem hefst í kvöld. Spilað er 2×30 mín. og 7 mín. í hálfleik. Við hvetjum alla til að mæta á Nesið. Frítt inn. Fimmtudagur 21.ágúst Kl.18.30 Breiðablik – Grótta/KR Kl.20.30 Haukar – Valur Föstudagur 22.ágúst Kl.18.30 Breiðablik – Haukar Kl.20.30 Grótta/KR – Valur Laugardagur 23.ágúst Kl.11.30 Grótta/KR […]

Evrópumeistarar

Strákarnir í unglingalandsliðinu 18 ára og yngri urðu Evrópumeistarar í handknattleik í dag. Þeir unnu Þjóðverja 27-23 í úrslitaleiknum og í undanúrslitunum í gær unnu þeir Svía 34-33 í framlengdum leik. Frábær og glæsilegur árangur hjá strákunum og óskum við þeim innilega til hamingju. Sérstakar hamingjuóskir til Haukastrákanna okkar, þeirra Ásgeirs Arnar, Andra Stefan og […]

Haukagolf 2003

Golfmót Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldið föstudaginn 15. ágúst nk. á hinum glæsilega golfvelli Keilis á Hvaleyrinni. Ræst verður út milli klukkan 11.00 og 15.00, og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega. Nauðsynlegt er að panta rástíma í golfvöruverslunni í síma 565-3360, en ekki er hægt að bóka á Netinu. Keppnisgjald er kr. 2.000,00. Aldurstakmark […]