Reykjavík Open

Nú er komið að hinu árlega móti Reykjavik Open. Mótið verður eins og undanfarin ár haldið af HKRR (Handknattleiksráði Reykjavíkur) í Austurbergi og Seljaskóla (í Breiðholti). Mótið fer fram dagana 27. – 30. ágúst.

Í ár sendum við Haukafólk tvö lið, meistaraflokk kvenna og U liðið. Stelpurnar hefja leik miðvikudaginn 27. ágúst þegar þær spila tvo leiki. Fyrri leikurinn hefst klukkan 16:30 þegar stelpurnar leika gegj Fylkir og síðari klukkan 20:30 þegar þær leika gegn Fram. Þær leika svo aftur fimmtudaginn 28. ágúst þegar þeir mæta FH klukkan 18:00. Leikurinn um 3. sæti fer svo fram laugardaginn 30. ágúst í Austurbergi klukkan 13:30 og úrslitaleikurinn sama dag og á sama stað klukkan 15:00.

U liðið hefur leik föstudaginn 29. ágúst þegar þeir leika tvo leiki. Fyrri leikurinn hefst klukkan 18:30 og er gegn HK og síðari leikurinn klukkan 20:30 og er gegn ÍR. Milliriðlar, leikurinn um 3. sæti og úrslitaleikurinn verða svo leiknir á laugardeginum.

Leikjafyrirkomulag verður með óbreyttum hætti. Leikið verður 2×20 mínútur í riðlakeppni og 2×30 mínútur í leikjum um 3. sæti og úrslitaleikjum.

Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og styðja okkar fólk.

Reykjavík Open

Dagana 29. ágúst til 1. september fer fram hið árlega Reykjavík Open. Í ár sendum við Haukamenn til leiks tvö lið, eitt karlalið og eitt kvennalið. Þar sem meistaraflokkur karla verða erlendis þá taka þeir ekki þátt en Haukar U munu taka þátt.

Stelpurnar leika föstudaginn 31. ágúst gegn Fylki klukkan 18:00 og Val klukkan 21:00 í Víkinni. Á laugardeginum, 1. september, leika þær gegn Fram klukkan 10:00 og gegn FH klukkan 12:00, einnig í Víkinni. Þar sem stelpuliðin eru aðeins 5 stelpulið þá verður leikið í einum riðli og stigahæsta liðið verður sigurvegari.

Strákarnir í U liðinu hefja einnig leik föstudaginn 31. ágúst. Þá mæta þeir HK klukkan 19:00 og ÍR2 klukkan 21:00. Leikirnir verða í Austurbergi. Á laugardeginum leika þeir svo gegn FH klukkan 10:00 og Akureyri klukkan 12:00.

Á laugardeginum verður svo leikið til úrslita hjá strákunum. Leikurinn um 3. sætið verður klukkan 16:00 og um 1. sætið klukkan 18:00.

Reykjavík-Open

Reykjavík Open hefst á morgun miðvikudag og hvetjum við alla til að kíkja á leikina og sjá hvernig liðin koma undan sumri.

Stelpurnar eru í riðli með FH, Val og Gróttu og fara allir kvennaleikirnir fram í Grafarvogi, nema úrslitaleikir á laugardag eru í Austurbergi. Hér má sjá leikjaplan hjá mfl.kvenna.
Strákarnir eru í riðli með FH og UMFA og spila þeir í Austurbergi. Hér er leikjaplanið hjá mfl.karla.

Reykjavík Open

Reykjavík Open lauk í kvöld og ekki hægt að segja annað en bæði liðin okkar hafi staðið sig með mikilli prýði.

Stelpurnar urðu efstar í sínum riðli, unnu alla fjóra leikina, U-16, BK Ydun, KA/Þór og ÍBV. Þær spiluðu því til úrslita við Stjörnuna sem vann B-riðilinn. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og var jafnt 25-25 að loknum venjulegum leiktíma. Það var Stjarnan sem hafði yfirhöndina í framlengingu og vann 29-27. Stelpurnar okkur urðu því í öðru sæti og hlutu silfrið. Góður árangur það.

Strákarnir unnu báða leikina í sínum riðli, Fram og Selfoss. Í milliriðli spiluðu þeir við ÍR og Gróttu/KR og unnu þá leiki líka og spiluð því til úrslita við KA. Leikurinn var fín skemmtun, mikill hraði í byrjun og fullt af flottum mörkum en staðan í hálfleik var 21-18 fyrir Hauka. Strákarnir okkar höfðu yfirhöndina allan leikinn, náðu mest 8 marka forskoti og unnu sannfærandi sigur 35-31og urðu þar með Reykjavíkur Open meistarar. Glæsilegur árangur og fyrsta dollan komin í hús.

Reykjavík Open

Boltinn er að fara af staða og byrjar Reykjavík Open 2004 næsta fimmtudag. Strákarnir eru í riðli með Fram og Selfossi og eru allir leikir í Austurbergi. Stelpurnar eru í riðli með ÍBV, Stjörnunni 2 og KA/Þór og spila þær í Grafarvogi, nema úrslitaleikir á sunnudag verða í Austurbergi.

Við hvetjum alla til að kíkja á leikina og sjá hvernig liðin okkar koma undan sumri. Sjá “Næstu leikir” hér til hægri eða allir leikir hér fyrir neðan.

Leikirnir hjá körlunum sjást hér.

Leikirnir hjá konunum sjást hér.

Reykjavík Open

Reykjavík Open hefst fimmudaginn 28. ágúst hjá strákunum. Mótið hjá stelpunum er viku seinna, byrjar fimmtudaginn 4. sept. og eru þær í riðli með Val, GróttuKR og KA/Þór. Leikjaplanið hjá þeim verður birt síðar. Strákarnir eru A-riðli með ÍBV, Stjörnunni og Breiðablik. Tvö erlend gestalið spila á mótinu, Magdeburg sem allir þekkja og Combault sem er frá Frakklandi.

Allir leikir hjá strákunum fara fram í Austurbergi.

A-riðill
Haukar
ÍBV
Stjarnan
Breiðablik

B-riðill
Valur
Fram
UMFA
Combault
Selfoss

C-riðill
Magdeburg
HK
KA
Víkingur

Fimmtudagur 28.8. 2003
17:00 Combault – Valur (B)
18:00 Fram – UMFA (B )
19:00 Haukar – Breiðablik (A)
20:00 Valur – Fram (B)
21:00 Breiðablik – Stjarnan (A)

Föstudagur 29.8. 2003
15:00 HK – Víkingur (C)
16:00 UMFA – Selfoss (B)
17:00Haukar – ÍBV (A)
18:00 Magdeburg – Víkingur (C)
19:00 Combault – Selfoss (B)
20:00 HK – KA (C)
21:00 ÍBV – Stjarnan (A)

Laugardagur 30.8. 2003
10:00 Selfoss – Valur (B)
11:00 Magdeburg – HK (C)
12:00 Valur – UMFA (B)
13:00 KA – Magdeburg (C)
14:00 Stjarnan – Haukar (A)
15:00 Víkingur – KA (C)
16:00 Selfoss – Fram (B)
17:00 UMFA – Combault( B)
18:00 ÍBV – Breiðablik (A)
19:00 Fram – Combault (B)

Sunnudagur 31.8. 2003
10:00 C2 – A1
11:00 C1 – B2
12:00 B1 – C2
13:00 A2 – B2
14:00 A1 – B1
15:00 A2 – C1

18:00 Leikur um 3. sæti
20:00 Leikur um 1. sæti