Haukar-Stjarnan mfl.kv.

Stelpurnar áttu dapran dag svipað og strákarnir og töpuðu 20-25 fyrir Stjörnunni á Ásvöllum í dag. Þær byrjuðu þó leikinn betur og voru yfir fyrri hluta hálfleiks en Stjarnan náði að jafna 9-9 og komst yfir 11-12 í hálfleik. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur en ekkert gekk í sókninni hjá okkar stelpum og komst Stjarnan […]

Haukar – Valur mfl.ka.

Strákarnir töpuðu fyrir slaghörðum Valsmönnum í kvöld. Herbragð þeirra gekk upp og höfðu strákarnir ekkert að segja við látunum og virtust þeir ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Við vorum einum og tveimur fleiri margsinnis og nýttist það vægast sagt mjög illa. Sömu sögu er að segja af vörninni.Þó virtist sem lifnaði við mönnum […]

Haukar-Selfoss mfl.ka.

Strákarnir unnu Selfyssinga nokkuð auðveldlega á Ásvöllum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 17-10 og lokatölur 32-23. Okkar menn voru ekki að spila vel, gerðu heilmikið af mistökum en ágætis tilþrif sáust þó á milli. Mótstaðan var frekar lítil og má reikna með að veturinn verði Selfyssingum erfiður. Gaman var að sjá ungu strákana okkar […]

ESSO BOMBA

Minnum á leikina um helgina á Ásvöllum Í kvöld Haukar-Selfoss klukkan 20.00 mfl.karla Sunnudag kl. 18.00 Haukar-Stjarnarn mfl.kvenna Sunnudag kl. 20.00 Haukar-Valur mfl.karla

Dregið í SS-Bikarkeppninni

SS bikar 16 liða úrslit kvenna Víkingur – FH Fram 2 – Fylkir/ÍR FH 2 – Fram KA/Þór – Grótta/KR Þau lið sem sitja hjá: Haukar, Íslandsmeistarar ÍBV, Bikarmeistarar Stjarnan Valur SS bikar 32 liða úrslit karla KSF/Hörður – Stjarnan Hunangstunglið – Grótta/KR ÍR – ÍBV 2 Leiknir – Selfoss Fylkir – Ármann/Þróttur Valur 2, […]

Tækniörðuleikar

Vegna flutnings á vefnum hjá okkur á nýja vél eru óhjákvæmilegar smávægilegar truflanir það sem eftir lifir dags og jafnvel eitthvað fram á annað kvöld. Vonandi verður mér fyrirgefið. 🙂 En þegar allt kemst í samt lag aftur verður kominn upp nýr vefur!!!

Valur-Haukar mfl.kv.

Stelpurnar unnu góðan sigur á Val á Hlíðarenda í kvöld. Leiknum lauk með 7 marka sigri 21-28. „Heimasíðan“ var ekki á staðnum og veit því lítið meira um leikinn …………. Til hamingju með sigurinn – tvö stig til viðbótar í safnið.

KA – Haukar mfl.ka.

Strákarnir gerðu sömuleiðis góða ferð norður og sýndu þessum norðanstrákum hvernig á að spila handbolta, og tuða minna. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu 20 mín leiksins hafi verið algjör einstefna. Vörnin hjá Haukastrákunum og Birkir Ívar á bakvið mynduðu ótrúlega góða heild og var allt annað að sjá til strákanna í […]

KA/Þór -Haukar mfl.kv.

Stelpurnar gerðu góða ferð norður í gærkvöldi og unnu KA/Þór 24-29. Þær lögðu grunn að sigri með góðum leik í fyrri hálfleik og voru yfir 9 mörk, en slökuðu á í þeim síðari. Norðanstúlkur mættu baráttuglaðar til leiks í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Haukarstelpur héldu þó haus og náðu […]

Haukar – Grótta/KR mfl.ka.

Haukar voru langt frá sínu besta og hungraðir Seltirningar sóttu tvö stig á Ásvellina. Staðan í hálfleik var 8-13 og endaði leikurinn 22-26. Strákarnir okkar áttu sem fyrr segir dapran leik og gekk hvorki fram né aftur. Eitthvað virtust leikmenn og þjálfarar misskilja hvar baráttan átti að eiga sér stað og voru mestu lætin við […]