KA-Haukar mfl.ka

Strákarnir okkar fóru norður yfir heiðar í dag og mættu KA í toppslag norður-riðils.
Leiknum lauk með jafntefli 29-29 en í hálfleik var staðan 19-15 fyrir KA.

KA – Haukar mfl.ka.

Strákarnir gerðu sömuleiðis góða ferð norður og sýndu þessum norðanstrákum hvernig á að spila handbolta, og tuða minna. Það er skemmst frá því að segja að fyrstu 20 mín leiksins hafi verið algjör einstefna. Vörnin hjá Haukastrákunum og Birkir Ívar á bakvið mynduðu ótrúlega góða heild og var allt annað að sjá til strákanna í dag. Liðið sem spilaði í dag var lið sem er meistari. KA menn áttu ekkert svar við sterkum leik Haukanna og reyndu allar varnartegundir, en ekkert bugaði strákana. Allir voru með og ef einhver var tekinn úr umferð tók næsti við. Aron var þó fremstur meðal jafningja. Lokatölur voru 27-37 og var sá munur kominn fljótlega í fyrri hálfleik. Vert er að nefna þátt ungu drengjanna í leiknum en þeir gáfu þeim eldri og reyndari ekkert eftir.

Eins og menn vita hafði þessi leikur tvöfalt vægi, þ.e. var bæði deildarleikur og leikur í Meistarakeppni HSÍ. Haukarnir fengu því tvö stig í Esso deildinni og unnu jafnframt titilinn „Meistari Meistaranna 2002“. Til hamingju með það strákar.