Haukar – Valur mfl. ka

Það var allt annað að sjá til strákanna okkar í leiknum á móti Val í SS bikarkeppninni í kvöld. Gestirnir byrjuðu samt sem áður betur og komust í 4-7. Okkar strákar bitu þá frá sér og jöfnuðu 8-8 og komust yfir 11-8 og 13-10. Staðan í hálfleik var 13-11 okkar strákum í vil. Mikil barátta var í liðinu og var allt annað að sjá leik liðsins.

Í byrjun síðari hálfleiks skiptust liðin á að skora. Valsmenn náðu að jafna 16-16 og komast yfir 16-17. Eftir það skiptust liðin á að skora, og Valsmenn höfðu eins marks forystu þar til í stöðunni 21-21. Haukamenn komust yfir og mikil spenna í loftinu. Ennþá skiptust liðin á að skora. Í stöðunni 24-23 gáfu strákarnir okkar allt í botn og komust í 26-23 og sigruðu að lokum 27-24.

Þetta var góður sigur og strákarnir því komnir í 8 liða úrslit SS bikarnum. Þessi sigur er vonandi upphafið af góðri tíð og það er ósk allra Haukamanna að nú fari allt að ganga okkur í hag.

Næsti leikur hjá strákunum er eins og hjá stelpunum á laugardag. Klukkan 16:15 á laugardag taka strákarnir okkar á móti Val, nú í DHL deildinni. Það verður því tvöfaldur laugardagur á Ásvöllum 18.nóvember.

ÁFRAM HAUKAR!!

Haukar – Valur mfl.ka.

Strákarnir töpuðu fyrir slaghörðum Valsmönnum í kvöld. Herbragð þeirra gekk upp og höfðu strákarnir ekkert að segja við látunum og virtust þeir ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Við vorum einum og tveimur fleiri margsinnis og nýttist það vægast sagt mjög illa. Sömu sögu er að segja af vörninni.Þó virtist sem lifnaði við mönnum þegar um 12mín voru eftir af leiknum og náðum við að jafna 21-21 en þá fóru menn að flýta sér of mikið og Valsmenn skoruðu síðustu þrjú mörkin og endaði leikurinn 21-24. Í heildina báru Birkir Ívar og Andri Stefan af okkar mönnum.

00:47 || Gult spjald Valur: Markús Máni Michaelsson
02:08 || 0 – 1 Valur: Freyr Brynjarsson
02:17 || 1 – 1 Haukar: Halldór Ingólfsson
03:15 || 1 – 2 Valur: Markús Máni Michaelsson
03:32 || Gult spjald Valur: Friðrik Brendan Richter
04:09 || 2mín Haukar: Aliaksandr Shamkuts
05:53 || 1 – 3 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
06:35 || 2 – 3 Haukar: Halldór Ingólfsson
07:28 || 3 – 3 Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
08:28 || 3 – 4 Valur: Bjarki Sigurðsson
09:24 || 3 – 5 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
10:05 || Gult spjald Valur: Freyr Brynjarsson
10:58 || 3 – 6 Valur: Friðrik Brendan Richter
11:31 || 4 – 6 Haukar: Andri Stefan
12:10 || 4 – 7 Valur: Markús Máni Michaelsson
13:02 || 5 – 7 Haukar: Aliaksandr Shamkuts
15:48 || Gult spjald Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
15:55 || Gult spjald Haukar: Halldór Ingólfsson
15:57 || 5 – 8 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
16:32 || 2mín Valur: Ragnar Ægisson
16:58 || 6 – 8 Haukar: Aron Kristjánsson
17:57 || Gult spjald Haukar: Viggó Sigurðsson
18:51 || 2mín Valur: Freyr Brynjarsson
19:28 || 7 – 8 Haukar: Aron Kristjánsson
20:09 || 7 – 9 Valur: Bjarki Sigurðsson
20:36 || 2mín Valur: Hjalti Pálmason
20:36 || Gult spjald Valur: Geir Sveinsson
20:41 || 2mín Valur: Ragnar Ægisson
20:44 || 8 – 9 Haukar: Þorkell Magnússon
22:59 || 9 – 9 Haukar: Þorkell Magnússon
|| Leikhlé Valur ||
24:04 || 9 – 10 Valur: Markús Máni Michaelsson
26:08 || 9 – 11 Valur: Bjarki Sigurðsson
27:49 || 9 – 12 Valur: Ásbjörn Stefánsson
28:26 || 2mín Valur: Hjalti Pálmason
28:46 || 2mín Valur: Geir Sveinsson
29:58 || 9 – 13 Valur: Freyr Brynjarsson
|| Hálfleikur ||
30:54 || 10 – 13 Haukar: Vignir Svavarsson
31:51 || 10 – 14 Valur: Markús Máni Michaelsson
32:37 || 11 – 14 Haukar: Andri Stefan
33:28 || 2mín Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
34:29 || 11 – 15 Valur: Freyr Brynjarsson
35:34 || 11 – 16 Valur: Freyr Brynjarsson
36:15 || 12 – 16 Haukar: Andri Stefan
37:27 || 2mín Valur: Freyr Brynjarsson
38:36 || 2mín Haukar: Aron Kristjánsson
38:36 || 12 – 17 Valur: Markús Máni Michaelsson
39:34 || 13 – 17 Haukar: Halldór Ingólfsson
41:04 || 13 – 18 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
41:28 || 2mín Valur: Markús Máni Michaelsson
41:29 || 14 – 18 Haukar: Þorkell Magnússon
41:42 || 2mín Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
42:21 || 14 – 19 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
44:10 || 15 – 19 Haukar: Andri Stefan
45:27 || 15 – 20 Valur: Ragnar Ægisson
46:15 || 16 – 20 Haukar: Andri Stefan
46:50 || 16 – 21 Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
47:19 || 2mín Valur: Ragnar Ægisson
47:19 || Rautt spjald Valur: Ragnar Ægisson
47:30 || 17 – 21 Haukar: Þorkell Magnússon
48:08 || 2mín Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
48:44 || 18 – 21 Haukar: Þorkell Magnússon
50:50 || 19 – 21 Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson
|| Leikhlé Valur ||
|| Leikhlé Haukar ||
53:39 || 2mín Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
53:39 || 2mín Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
53:39 || Rautt spjald Valur: Snorri Steinn Guðjónsson
54:26 || 20 – 21 Haukar: Halldór Ingólfsson
56:22 || 21 – 21 Haukar: Aron Kristjánsson
57:13 || 21 – 22 Valur: Bjarki Sigurðsson
57:38 || 21 – 23 Valur: Bjarki Sigurðsson
59:30 || 21 – 24 Valur: Sigurður Eggertsson

Haukar-Valur mfl.ka.

Haukar unnu Val á Ásvöllum í kvöld með einu marki 24-23. Valsmenn voru yfir í byrjun fyrri hálfleiks 2-5 og 4-6 en þá fóru okkar menn í gang og jöfnuðu 7-7 og komust yfir 8-7, 11-9 og staðan í hálfleik var 15-10. Seinni hálfleikinn byrjuðu Haukarnir hörmulega og Valur nálgaðist okkur 16-15. Við fórum þá að spila aðeins agaðri sóknarleik og náðum þriggja marka forskoti 21-18 og 23-20. Valsmenn ná síðan að jafna 23-23 og þá fór að fara um margan á pöllunum. Tvær mín voru eftir og Valur í sókn, Bjarni tók þá tvo þrumubolta (“thunderstuck”), við förum í sókn og klikkum á dauðafæri. Valur fer þá í sókn en við vinnum boltann og Aron braust síðan í gegn af harðfylgi og skoraði sigurmarkið. Þá var ca hálf mínúta eftir og þrátt fyrir að bæta sjöunda manni í sóknina tókst Val ekki að jafna og Haukar unnu 24-23.
Haukarnir voru ekki að spila neinn glimrandi bolta, en það dugði og þeir sýndu það og sönnuðu að það er ekki tilviljun að þeir eru efstir og ósigraðir í Essodeildinni og komnir í bikarúrslitin.

Haukar-Valur mfl.ka.

Minnum á leikinn á Ásvöllum í kvöld kl. 20.00 Haukar-Valur í Esso-deildinni. Þrátt fyrir að hér mætist KFUM-drengir, þá má búast við hörkuleik, þar sem ekkert verður gefið eftir og bæði lið mæta örugglega vel stemmd eftir bikarleikinn fyrir viku. Alla vega er víst að okkar strákar ælta að ná í tvö stig og allir Haukar mæta að sjálfsögðu og styðja vel við bakið á þeim.