Haukar-Selfoss mfl.ka.

Strákarnir unnu Selfyssinga nokkuð auðveldlega á Ásvöllum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 17-10 og lokatölur 32-23. Okkar menn voru ekki að spila vel, gerðu heilmikið af mistökum en ágætis tilþrif sáust þó á milli. Mótstaðan var frekar lítil og má reikna með að veturinn verði Selfyssingum erfiður.

Gaman var að sjá ungu strákana okkar koma inná og setja 5 mörk. Við erum ekki að tala um “gömlu” átján ára strákana, þá Ásgeir Örn og Andra heldur “litlu” sautján ára strákana, þá Pétur sem var með 2 mörk, Vigfús Þormar með 3 mörk og svo Þórð markmann sem varði m.a. tvö dauðafæri í sömu sókn austanmanna um leið og hann kom inná.

Leikurinn verður varla lengi í minnum, var frekar “leiðinlegur” á að horfa, helst að menn muni eftir spjalda- og refsigleði dómaranna en ansi oft voru fimm eða fjórir útileikmenn inná. Leikurinn var frekar prúðmannalega leikinn, alls ekki grófur eða fast spilaður en leikmenn fóru samt útaf sextán sinnum eða í 32 mínútur af 60 mínútna leik.

Haukar-Selfoss mfl.ka.

Strákarnir héldu sigurgöngu sinni áfram er þeir unnu Selfoss 29-28 á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, liðin skiptust um að hafa forystu. Staðan í hálfleik var 15-17 fyrir Selfoss. Haukar höfðu það í lokin og unnu sætan sigur.