Íslandsmeistarar 3.fl.karla

Í dag varð 3.fl. karla Hauka Íslandsmeistari, sigruðu lið Víkings 26-22 í úrslitaleik í Seljaskóla. Við óskum framtíðarliði okkar hjartanlega til hamingju. Frábær árangur hjá ykkur strákar.

Nýr leikmaður

Í dag gekk Robertas Pauzuolis leikmaður til liðs við Hauka. Robertas er 29 ára rétthent skytta sem lék með Selfossi á liðnu tímabili. Robertas Pauzuolis gerði 3ja ára samning við Hauka og bjóðum við hann velkominn. Velkominn Robertas í Haukafjölskylduna.

Til hamingju KA menn

Handknattleiksdeild Hauka óskar KA mönnum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þið eruð vel að honum komnir fyrst við gátum ekki haldið honum. Sækjum hann síðar !!!!

Endurnýjun samninga

Í dag undirrituðu landsliðsmennirnar Halldór Ingólfsson og Bjarni Frostason nýja samninga við félagið sitt Hauka, Halldór til þriggja ára og Bjarni til eins árs. Það er mikil ánægja innan stjórnar að þessir landsliðsmenn spili enn og aftur fyrir félagið. Þeir eru tveir af traustu hlekkjunum í frábæru liði Haukanna og stuðningsmenn fagna þessu án efa.

Aðalfundur

Aðalfundur handknattleiksdeildar Hauka verður haldinn á Ásvöllum laugardaginn 11. maí n.k. kl. 11.00. Dagskrá: vengjulega aðalfundarstörf. Stjórnin

Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar verður haldið miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Stuðningsmenn og velunnarar eru hvattir til að mæta. Miðaverði er stillt í hóf og er aðeins 1.000 kr. og er innifalinn veislumatur og skemmtiatriði. Þar sem að skammur tími er til stefnu verða miðarnir seldir við innganginn. Húsið verður opnað klukkan 19:30 og borðhald hefst 20:30.

Nýr leikmaður til Haukanna

Í kvöld gekk hinn bráðefnilegi hornamaður Þórir Ólafsson til liðs við Hauka. Þórir er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið með þeim undanfarin ár. Þórir mun leika með Haukum næstu þrjú tímabil hið minnsta og bjóðum við Haukamenn Þóri velkominn og vonum við að hann njóti sín í Haukafjölskyldunni. Velkominn Þórir.Á myndinni eru Viggó, Þórir og […]