Nýr leikmaður

Handknattleiksdeild Hauka og handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi um að Björn Ingi Friðþjófsson komi til Hauka að láni frá Fram. Björn Ingi mun leika með 2.flokki í vetur auk þess að vera í leikmannahópi meistaraflokks, til að byrja með 1.deildarliðinu og svo úrvalsdeildarliðinu í framtíðinni.

Björn er 19 ára markmaður sem hefur leikið fjölda yngri landsleiki. Hann hefur alla sína tíð leikið með Fram. Leigusamningurinn er til eins árs.

Við viljum bjóða Björn velkominn í Haukafjölskylduna.

Nýr leikmaður !!!

Fæddur er sonur hjá Aroni og Huldu, hann er 56 cm og 20 merkur.
Við óskum þeim og Darra stóra bróður innilega til hamingju.
Vertu velkomin í heiminn litla krútt og megi friður og farsæld fylgja þér um ókomin ár.

Nýr leikmaður

Í dag gekk Robertas Pauzuolis leikmaður til liðs við Hauka. Robertas er 29 ára rétthent skytta sem lék með Selfossi á liðnu tímabili. Robertas Pauzuolis gerði 3ja ára samning við Hauka og bjóðum við hann velkominn.
Velkominn Robertas í Haukafjölskylduna.