Sumaræfingar 2002

Ákveðið hefur verið að bjóða iðkendum handknattleiksdeilar Hauka upp á æfingar í sumar. Þetta er gert til þess að koma á móts við þarfir barna og unglinga sem vilja æfa handknattleik yfir sumartímann. Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum og hefjast æfingar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi. Æft verður allan júni mánuð, frí verður […]

A-landslið karla

Samkvæmt frétt á hemasíðu HSÍ hefur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari valið eftirtalda leikmenn í A-landslið karla til þess að fara til Belgíu 23. – 27.maí, en liðið tekur þátt í Flanders Antwerp Handball Cup ásamt Svíþjóð, Júgóslavíu og Dönum. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Pallamano Conversano Bjarni Frostason, Haukar Birkir Ívar Guðmundsson, Torreviejo Hornamenn og línumenn: Jón Karl […]

Nýr leikmaður !!!

Fæddur er sonur hjá Aroni og Huldu, hann er 56 cm og 20 merkur. Við óskum þeim og Darra stóra bróður innilega til hamingju. Vertu velkomin í heiminn litla krútt og megi friður og farsæld fylgja þér um ókomin ár.

Landslið karla

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla valdi eftirfarandi hóp fyrir verkefnin sem framundan eru. Við Haukar eigum þar nokkra af okkar frábæru leikmönnum. Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson, Torrevijeo Bjarni Frostason, Haukum Guðmundur Hrafnkelsson, Conversano Hlynur Morthens, Gróttu/KR Hreiðar Guðmundsson, ÍR Hornamenn og línumenn: Bjarki Sigurðsson, Val Einar Örn Jónsson, Haukum Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Gústaf Bjarnason, Minden […]

Landslið kvenna

Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik valdi eftirfarandi hóp fyrir alþjóðlegt mót á Kanaríeyjum í næstu viku. Við Haukar eigum þar glæsilega fulltrúa. Markverðir: Helga Torfadóttir, Víkingi Jenný Ásmundsdóttir, Haukum Aðrir leikmenn: Ágústa Björnsdóttir, Gróttu/KR Helga Birna Brynjólfsdóttir, Víkingi Kristín Guðmundsdóttir, Virum Hafdís Hinriksdóttir, FH Hafrún Kristjánsdóttir, Val Harpa Melsted, Haukum Dagný Skúladóttir, ÍBV Drífa […]

Uppskeruhátið yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin í dag. Þar voru veitt verðlaun fyrir nýliðin vetur. Einnig voru nýkrýndir Íslandsmeistarar í 3.fl. karla heiðraðir sérstaklega.          Smelltu hér til að skoða myndirnar. ungl.fl.kv. Besti leikmaður: Bryndís Jónsdóttir ungl.fl.kv. Mestu framfarir: Elísa Björk Þorsteinsdóttir 3.fl.ka Besti leikmaður: Ásgeir Örn Hallgrímsson 3.fl.ka. Mestu framfarir: Arnar Freyr Björnsson 4.fl.kv. Besti leikmaður: […]

Handboltaleikur

Loksins hefur einhver lagt í það að gera handknattleikstölvuleik. Þessi kemur frá danaveldi og er ekki ósvipaður og sjálfur Championship Manager. Menn, og konur, ættu að geta eytt einhverjum tíma í þetta í sumar og æft sig fyrir komandi vetur.http://snow.prohosting.com/skarp/

Endurnýjun samninga

Aliaksandr Shamkuts hefur endurnýjað samning sinn við Handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Við Haukamenn fögnum því og nú má segja að hann hafi náð fyrsta stigi ættleiðingar inn í Haukafjölskylduna.

Aðalfundir

Aðalfundur handknattleiksdeildar Hauka var haldinn á Ásvöllum s.l. laugardag. Þar bar helst til tíðinda að hinn “ástkæri” formaður okkar Þorgeir Haraldsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Við formennsku tók Eiður Arnarson, sem verið hefur varaformaður undanfarin ár. Án nokkurs efa mun hann stýra deildinni af myndarskap næstu árin eða áratugi, (hér kemur enginn […]

Lokahóf HSÍ

Lokahóf HSÍ var haldið á Broadway í gærkvöldi. Þar var kynnt val leikmanna og þjálfara á þeim bestu á keppnistímabilinu. Ekki er hægt að segja annað en Haukar hafi hlotið glæsileg verðlaun. Besti leikmaður Esso-deilar karla er Halldór Ingólfsson Besti leikmaður Esso-deildar kvenna er Inga Fríða Tryggvadóttir Besti þjálfari karla er Viggó Sigurðsson Besti þjálfari […]